Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 48
móti honum, svo aÖ l>aÖ yr'ði ráð-
herranum aÖ falli.“ „Palmerston tók
árásunum me'Ö fullkomnu jafnaðar-
geði, en aö lokurn, þegar allt virtist
komið í eindaga, barði hann frá sér",
cn þetta er svona á enskunni: „Pal-
merstone received the attack with
complete nonchalance, and then, at
thc last possible moment he struck".
Þetta ætti að vera einhvern veginn
svona á íslenzku: „Palmerston tók
árásinni með fullkominni léttúð, og
loks hjó hann, jtegar voru síðustu
forvöð". „Hann talaði á fimmta
tima, hafði öll vopn á lofti og beitti
þeim af frábærri finii og snilld; hann
rakti sundur málavexti, gerðist gíf-
urmæltur og meinyrtur, vó svo köld-
um rökum eða þyrlaði upp mál-
skrúði; talaði aðra stundina blátt á-
frant og rólega, en hina af glymjandi
mælsku og knosaði féndur sina‘.
„Knosa" er óskemmtilegt orðatiltæki,
en þýðingin er i heild svo óþarflega
fjarri frumritinu, að manni finnst
þýð. hér ætli sér þá dul að bæta
um ívrir höf. Enskan er svona: „In
a speech of over four hours, in which
exposition, invective, argument, de-
clamatiou, plain talk and resounding
eloquence were mingled together
with consummate art and extraord-
inary felicity, he annihilated his ene-
mies“, en það mætti þýða svona:
„Hann réð niðurlögum andstæðinga
sinna með liðugra fjögurra stunda
ræðu og beitti með frábærri snilld
og stakri heppni sitt á hvað skýring-
ingum, hnútum, rökum, orðagjálfri,
óbrevttu tali og glymjandi málsnilld".
Ég er nú að gefast upp á þessu,
því það má elta óstöðugan, þar sem
nóg er af slíku á hverri blaðsiðu.
Ég lýk þessu með þvi að benda á,
að ein blaðsiða ritsins er auðkenn-
andi fyrir vinnubrögð þýðanda (bls.
150), efst á henni rifur hann sig
upp i háa forneskju og skrifar reit
fyrir ritaði, en neðarlega á sömu
síðu kemur fyrir slangurorðið „top-
figúra'.
Nóg er einnig af álfalcgum orða-
tiltœkjum, t. d. segir: „Isabella gat
ekki þolað frænda sinn fyrir augum
sínum" i stað „ísabella mátti ekki
frænda sinn sjá". „Alls oddur“ stend-
190
ur, en á að vera „als oddur“, sem.
væntanlega er fyrir alsolla. „Líf
mitt sem hamingjusöm kona er úti"-
segir þýð., en heppilegra væri „Gæfu-
dagar minir eru á enda“. Palmer-
ston hneigði sig út úr herberginu"
er heldur en ekki leitt; betra væri
„Palmerston yfirgaf herbergið með
bugti og beygingum". Þá úir og grú-
ir af orðskrípum, t. d. „taktvís“, sem
er þýðing á enska orðinu „discreet",.
er þýðir gætinn, varfærinn. „Leifð“
er ekki til i íslenzku, nema i sam-
setningum, það á að segja leifar,
og ])að er kallað heimilisrækni á is-
lenzku, en ekki „húsrækni". Ekkí
kann ég við, að talað sé um, að
prinsinn hafi „púlað“ í nefndum.
„Svekkjandi" er og andstyggilegt
orð; þar á að nota óþolandi. I þessu
sambandi er þýzk vísa um Palmers-
ton, sem gæti verið svona á íslenzku:
Eigi fjandinn einhvern son,
er það tvillaust Pálmerston.
Þessa visu leggur þýðandinn ekki útr
en annars er allt þýtt, sem í ljóð-
um er. Að vera „settur inn“, sem
þýð. notar, heitir á islenzku að vera
fangelsaður eða hnepptur i varðhald.
Ekki kann ég við að tala um, að
Viktoría aki í vagni með Hálendinga
„aftan á“; það ætti að vera fyrir
aftan sig, enda stendur í enskunní
„behind her“. Og þá kann ég ekki
við, að „Prince Consort" er lagt út
prinsmaki, sem mundi þýða maki
prins, sbr. fjögurra manna maki;
Jónas Hallgrímsson kallaði hanri
drottningarmann, og hefði þýð. ver-
ið óhætt að taka liann sér til fyr-
irmyndar um það og fleira. Hvar
cignarfornöfn og cignarföll skuli
standa í afstöðu við orðin, sem þeim
stýra, liefir þýðandi ekki hugmynd
um; þau eiga að standa fyrir aft-
an þessi orð — ekki fyrir framan
—, það heitir flónið þitt, en ekki
þitt flón. Þá er sambúð þýðandans
við viStengingarháttinn ærið lausa-
gopaleg.
Nú verður því ekki neitað um
þýðandann, Kristjáu lektor Albcrts-
son, að hann hcfir reynzt allritfær
maður, þegar hann hefir verið að
setja fram sinar eigin hugsanir, svo
vel ritfær, að mann furðar á þvL
JÖBÐ