Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 17
Prestafélagsritið.
Biblíulestur.
lí
Jesús Kristur ekki þurft að koma með hina fullkomnu
opinberun.
Iíver sem heldur fram fullkomleika þeirrar opinber-
unar, sem birtist i Gamla-testamentinu, slær skugga á
opinberunina í Kristi. — í nefndarskýrslum ensku bisk-
upanna frá fundi þeirra í Lambetb-höll í London 1930
er minst á slíka menn, er haldi því enn fram af misskil-
inni lotningu fyrir Gamla-teslamentinu, að alla fræðslu
þess verði að taka bókstaflega. „Þeim hefir ekki auðnast
að skilja“, segja ensku biskuparnir, „að Kristur veitti al-
gjöra opinberun á Guði ineð því að fullkomna alla fyrri
lcenningu um liann og láta opinberun sína koma i henn-
ar stað‘“).
Ef G.t. er lesið með Krist að leiðtoga, mun hver trú-
aður maður geta lesið það sér til gagns. Hið ófullkomna
hneykslar þá ekki, en hið fagra og sanna uppbyggir hinn
innra 'mann. Sérstaklega má finna margt, er hugurinn
gleðst við, í Sálmum G.t., þótt þá verði líka að lesa und-
ir leiðsögn Krists. Einnig má finna margt til uppbygg-
iugar í ritum spámanna G. t., og alt getur G. t. verið
þeim lærdómsríkt, sem leitar að gulli í því með Krist að
ieiðtoga. —------
Nú get ég ímyndað mér, að einhver hugsi ineð sér eitt-
livað i þessa átt: Eg skil vel, að hver sá maður, sein vill
eignast kristilegt lunderni, verði að leita til Krists sjálfs
og miða alt við liann, og ég skil vel, að til þess að kynn-
ast Kristi sé bezta leiðin að lesa um hann sjálfan í N. t.,
sérstaklega í guðspjöllunum. En liitl skilst mér ekki,
hvernig ætlast verði til þess, að almenningur geti lesið
niikið í Biblíunni, til þess þarf meiri tíma en menn al-
ment eiga yfir að ráða.
Margir kunna að hugsa eitlhvað á þessa leið. Mörg-
um kann að finnast, að þeim sé ókleift að lesa neitt að
*) Preslafélagsritið 1931, bls. 201.