Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 71
Prestafélagsritiö.
Helgisiðabókin nýja.
65
land. En til þess að söfnuðum einnig gæfist kostur á að
kynnast brej'tingum þessum, mælti Kirkjuráðið, sem hélt
i fyrsta sinni fundi sína á siðastliðnu hausti, dagana 11.—
24. okt., með því, að biskup leyfði prestum þeim, er þess
óskuðu, að nota til reynslu bið nýja guðsþjónustuform,
svo og hinn nýja skírnarformála við skirn í heimahúsum,
foreldrar harnsins væru því samþykkir.
Þetta er málið komið áleiðis, og þessi er saga málsins
1 fáum dráttum. Eftir er þá að leggja breytingarnar, og
allar framkomnar athugasemdir við þær, fyrir presta-
stefnuna i ár, og því næst fyrir Kirkjuráð til fullnaðar-
samþyktar.
Hvað er nú eðlilegra, en að menn, sem áhuga hafa á
þessum málum, spyrji: Hvert er stefnt með helgisiða-
breylingum þeim, sem í vændum eru?
Þeirri spurningu langar mig til að svara með erindi
t>essu, til þess að sem flestum gefist kostur á að fylgjast
með í því, sem liér er að gjörast á sviði helgisiðanna,
°g við þá kynningu verði fært að mynda sér sjálfstæða
skoðun á gildi fyrirliugaðra breytinga.
í synoduserindi, sem ég flutti hér i Dómkirkjunni fyr-
'r 'i árum, árið 1926, lagði ég áherzlu á það, að kirkju-
guðrækni vor þyrfti að verða ríkari af tilbeiðslu. Benti
eg á, live einhliða margir menn dæmdu kirkjuferðir eftir
rseðum presta, eins og ekkert annað væri á kirkjulegar
guðsþjónustusamkomur að sækja en að hlusta á prédik-
un prestsins. Sýndi ég fram á, hve rangt mat á hinum
ýmsu liðum guðsþjónustunnar lægi bak við slíkan hugs-
unarhátt.
I athugasemd við áðurnefndar bráðabirgðatillögur til
kreytinga á Helgisiðabókinni, sem komu út næsta ár,
1927, er minst á þetta sama. Þar er komist svo að orði:
oBreytingar þær, sem hér eru gerðar á hinni almennu
kádegisguðsþjónustu, eiga að miða að því, að meiri til-
beiðsla komist inn í guðsþjónustur vorar. Þykir þvi til-