Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 138
prestafélagsriti6.
Kirkjuherinn enski.
131
liafði lesið bókina til enda féll ég Kristi til fóta og hróp-
aði: Drottinn minn og Guð minn“, segir Carlile. Héð-
an í frá var hið eina mark og mið lífs hans að vinna fyrir
málefni Guðs. Líf hans hafði gjörbreyzt. Og allan ár-
angur af starfi lians og stríði eftir það má rekja til þess-
arar reynslu. Hún var hinn bjargfasti klettur, sem Wil-
son Carlile bygði á hið nýja líf og grundvallaði Kirkju-
'mrinn.
Nú liðu nokkur livíldarár og undirbúningsár. Árið 1878
gekk Carlile í guðfræðiskóla, og er hann hafði lokið námi,
vígðist hann aðstoðarprestur að St. Mary Abots kirkjunni
í London. En þeir voru sárfáir, sem komu i kirkjuna, þó
að þúsundir gengju fram hjá henni. Á þessu þurfti að
ráða bót. Og úrlausnin virtist Carlile augljós: „Ef fólkið
viU ekki koma til vor, hvers vegna skyldum vér þá ekki
l°ara til þess?“ hugsaði hann.
#
í janúar 1883 hélt Carlile með litinn flokk trúbeða nið-
llr í úthverfi Westmim 'er. Það var „Kirkjuherinn", og
Árestminsler hafði verið valin að vettvangi, vegna þess
a® á þeim tímum var hún meðal hinna óþrifalegustu og
aamustu liluta Londonar.
Fyrst í stað varð Kirkjuherinn fyrir miklu aðkasti. A
utisanikomum var kastað í hann allskonar óþverra og
jafnvel grjóti. Urðu menn stundum fjrir alvarlegum
meiðslum. En Kirkjuherinn tók þessu framferði með
mestu stillingu, og oft kom það fyrir, að liinir áköfustu
nieðal andstæðinganna snerust til fullkomins fylgis við
':ann sakir umburðarlyndisins og sáttfýsinnar, er hann
sýndi jafnan.
t>essi áreitni varð meðal annars til þess, að nú var tek-
einbeittlega að skipuleggja lireyfinguna. í árslok 1883
Var stofnaður skóli í Oxford fyrir þá, er ætluðu sér að
vei'ða prédikarar i Kirkjuhernum. Árið 1883 var einnig
"tofnaður skóli i London fyrir konur, er starfa vildu inn-
an hreyfingarinnar. Tekið var og að gefa út blað, er stöð-
e*