Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 41
Prestafélagsritið.
Albert Schweitzer.
35
iðrunar þess að hafa breytt ráði sínu jafn eftirminnilega
°S hann bafði gert.
Schweitzer var það því ekkert gleðiefni er honum i sept-
ember 1917 barst skipun frá frakknesku stjórninni þess
r;nis, að þau hjónin skyldu nú taka sig upp og yfirgefa
sitt kæra Lambarene, flyljast til Frakklands og geymast
^yrst um sinn i — fangabúðum i afskektum bæ suður í
hýreneafjöllum! Að vísu sáu þessir göfuglyndu sijórn-
arherrar þeim fyrir farkosti að sunnan, en ekki var
mannúðin meiri hjá frakknesku stjórninni en svo, að
þeirn lijónum var stranglega fyrirboðið að yrða á nokk-
urn mann að fyrra bragði á allri leiðinni til Frakklands
nema skipsþjóninn einn! Það kom sér því vel, að Schwcit-
zer hafði frá æsku tamið sér þá list að taka mótgerðum
annara með þögn og þolinmæði. í fangabúðunum beið
peirra hjóna hin aumlegasta vistarvera. Þau voru þar
innan um allra þjóða lýð, sem hér var dæmdur til algers
iðjuleysis við hræðilegan aðbúnað og versta viðurgem-
'no- Læknir var þar alls enginn nema Schweitzer, eftir
að hann kom. Að vísu var honum ætlað að láta öðrum
þerföngum hjálp í té, ef þörf gerðist, en hann var jafn-
'ranit látiim vanta alt það, sem læknar þurfa að hafa við
'isndina til þess að geta hjálpað. Eftir misserisdvöl á
þessum stað fór ráð Schweitzers að vænkast, þar sem
þeim nú var ákveðinn nýr verustaður síðla vetrar 1918,
°8 fiuttust þau hjón nú til St. Remy í Provence á S.
úrakklandi. Þar fékk Schweitzer nóg að gera sem fanga-
iæknir og hér var ekki sparað við liann það, er þurfti
nieö i lækningarstarfsemi hans. Meira að segja var hon-
nm nú einnig leyft að prédika á helgurn dögum fyrir
! öiigunum bæði á þýzku og frakknesku. Hér mátti þvi
^egja, að hann byggi við bærileg ytri kjör, en því miðm’
kendi hann oft vanheilsu þessa mánuði i fangabúðunum,
ntti aðbúðin ekki minsta sök á því. En þegar kom
!ram i júlí þá um sumarið var þeim hjónum gefið heim-
3*