Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 185
178
Erlendar bækur.
Prestafélagfsritifl.
ann í Lundi, dr. Qustaf Aulcn, kosinn og síðan skipaður biskup
yfir Strengness-stifti í Sviþjóð. Og eins og siður er með Svíum
heilsar hann upp á prestanr og söfnuðina i stifti sinu að ineð-
tekinni hiskupsvígslu með hirðisbréfi. Trúað gæti ég því, að
margur liafi með óþreyju beðið þess að sjá hirðisbréfið ein-
milt frá liendi dr. Auléns, scm áreiðanlega má telja einn af
langfremstu guðfræðingum Svía, sem nú eru uppi. Og þar sem
trúfræði þessa ágæta guðfræðings hefir síðastliðið ár verið
notuð sem kenslubók við guðfræðideild Háskóla vors, má gera
ráð fyrir, að mörgum, sem trúfræði Auléns hafa lesið sé for-
vitni á að kynnast því sem honum þykir ástæða til að leggja
á hjarta prestum og leikmönnum stiftis síns, er hann sezt að
embætti. Það er því líka meira en þess virði að kynnast þessu
hirðisbréfi, sem mér virðist komast næst hinu fræga hirðisbréfi
Söderbloms erkibiskups allra liirðisbréfa, sem mér liafa borið
fyrir augu á síðari árum.
Segja mætti, að bréf þetta hafi að texta orðin i Hebr. 4,16:
„Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að
vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæm-
um tima“. Og þessi orð eiga þvi betur við sem með sánni má
segja, að einmitt á nálægum tímum gjörist djörfungarinnar
þörf, ekki aðeins fyrir starfsmenn Krists kirkju, heldur og alls
yfir, eins og tímarnir nú kreppa að mönnum með allri þeirri
ólgu, erfiðleikum og neyð, sem einkennir þá. En hina kristileg'J
djörfung er aðeins að finna við „hásæti náðarinnar". Iijálpin
kemur frá Drotni og honum einum.
Bréfi sínu skiftir dr. Aulén í tvo aðalhluta. í fyrri liiutanuni
ræðir hann um hina guðfræðilegu og kirkjulegu afstöðu ná-
lægs tima. f síðari hlutanum tekur hann til meðferðar nokkur
meginatriði varðandi hið kirkjulega starf.
í fyrri kaflanum rekur hann þróunarferil guðfræðinnar alls
yfir á næstliðinni öld, gerir grein fyrir samverknaði guðfræð-
innar og kirkjunnar og sýnir fram á, hvernig þetta hafi breyzt
fyrir meðvitund margra manna á síðari tímum, vegna árekstr-
ar, sem orðið hafi með guðfræðinni og kirkjunni og leiði af
sér, að þær hafi jafnvel orðið að vinna hvor á móti annari í
nafni kristindómsins. En alt þetta standi í sambandi við ágrein-
ing, sem orðið hafi um þrjú meginvandamál síðari tíma, varð-
andi 1) afslöðu kristindóms og kirkju sín á milli, 2) kristin-
dóms og kennisetninga, og 3) kristindóms og heilagrar ritning
ar. Þessi þrenskonar vandamál, sem ekki hafa síður gert vart
við sig í Sviþjóð en annarsstaðar, tekur höf. síðan til ýtarlegrar
meðferðar hvert fyrir sig og sýnir fram á hvernig þau séu til-