Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 151
144
Björn B. Jónsson:
PrestafélagsritlA-
þreifa á honum og hann finna; enda þótt hann sé eigi
langt í burtu frá hverjum og einum af oss, því að í hon-
um lifum, hrærumst og erum vér“.
Frá hverju háfjalli hafa sjáendur og spekingar horft
á dýrð Drottins og haldið í hægri hönd Guðs. Svo lcvað
íslands ódauðlega skáld á yðar ástkæra, ylhýra máli uppi
við fjallið fagra:
„Drottins hönd þeim vörnum veldur,
vittu, barn, sú hönd er sterk.
Gat ei nema Guð og eldur
gert svo dýrðlegt kraftaverk“.
Og sá af spámönnum yðar, sem hæstum tónum náði
af landsins sonum, vissi Guð og hans dýrð svo nærri, að
hann fékk sagt:
„Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt;
hann heyrir sinum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á“.
Þetta hefi ég nýskeð sjálfur séð. Guðs hægri hönd og
drottins dýrð duldist mér eigi Jónsmessunóttina alhjörtu
við Vestmannaeyjar, nú er ég um daginn í fyrsta sinn
horfði íslandi í augu. Þér njótið oft mikillar náttúrudýrð-
ar, íslands börn. Þér ættuð þá sízt að vera í vafa um það,
hvar hægri hönd Guðs er að finna, og þá hvar Jesús Krist-
ur á heima.
Um Guð föður kendi Jesús oss þetta fyrst af öllu: „Guð
er andi, og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja liann i
anda“. Fyrir því skynjum vér það, að Guð og öll hans
dýrð sé andlegs eðlis og óstaðbundin. Öll fegurð, öll sýnileg
dýrð, er svipur af ásjónu eilífa andans, sem ait hefir skap-
að. Það eru áreiðanlega fleiri og fleiri menn víðsvegar uni
veröldina, sem nú snerta með lotningu klæðafald Guðs i
náttúrunni og þreifa á hægri liönd hans í lífi mannanna
hér á jörðu. Þá er vér temjum oss andlega hyggju, andlega
tilbeiðslu, andlega trú, þá þreifum vér á liægri hönd hins