Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 167
160
PrestafélagiS.
Prestafélagsritift.
leitt sé fyrir kirkju vora. — Nú gæti hugsast, að einhver
prestur ætlaði sér til útlanda á komandi ári, og væri þá gott,
að hann skrifaði félagsstjórninni og teitaði upplýsinga um
kirkjulega fundi erlendis.
Hitt voru tilmæli síðasta aðalfundar til Iláskólans um, að
Árbók Hóskólans verði send bókasöfnum prestakalla, jafn-
skjólt sem þau verða stofnuð. — Formaður hefir fengið þetta
samþykt í háskólaráði, og eiga þvi allir þeir prestar, er stofna
hjá sér bókasöfn, kost á að fá Árbókina ókeypis. En bezt væri
að prestarnir létu sækja huna árlega til ritara Háskólans.
VI. Fjármál. —■ Reikningur félagsins fyrir siðastliðið ár
sýndi, að raunveruleg eign i sjóði hafði á árinu lækkað úr
kr. 1189.11 í kr. 647.74. Jafnframt sýndi skrá yfir útistand-
andi skuldir félagsins, að skil eru ekki eins góð og vera bæri.
Var mikið rætt um hag félagsins, störf þess i þágu prestanna,
og þá skyldu, er á þeim hvíldi liverjum og einum, að styðja
félagið sem bezt.
Séra Helgi Hjálmarsson tók við féhirðisstörfum um síðustu
áramót. Einnig annast hann afgreiðslu og útsendiugu á bókum
félagsins. Eru menn beðnir að snúa sér til hans með alt, er
lýtur að fjármálum ielagsins og afgreiðslu bóka þess.
VII. Skýrslur fastra nefnda. — Séra Ásmundur Guðmunds-
son skýrði frá gjörðum samvinnunefndar um félagsmál. Vai'
nefndin síðan endurkosin.
Sigurbjörn Á. Gíslason skýrði frá störfum helgidaganefndar-
einnig að nokkru leyti frá starfi samvinnunefndar uin líkn-
armál. En séra Garðar Þorsteinsson sagði frá athugunum nefnd-
arinnar um innlenda líknarstarfsemi og líknarfélög. Var sam-
vinnunefnd um líknarmál endurkosin.
Ný nefnd var kosin til þess að vinna að endurskoðun helgJ"
dagalöggjafarinnar.
Æskulýðsnefndin var endurkosin.
VIII. Ýmislegt. — 1. Utanfararstyrkur presta. Þessi tillaga var
samþykt: Aðalfundur Prestafélags íslands beinir þeirri ósk
til kirkjumálaráðherra, að hann vinni að því, að i næsta fíar'
lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verði áætlaður utanfarai'
styrkur handa prestum a. m. k. 4000 kr. — 2. Tímarit. Sén’
Asmundur Guðmundsson skýrði frá því, að félagsmenn
kost á að fá að láni, í lestrarfélagi, allmörg erlend kirkjulen
tímarit fyrir 10 kr. gjald á ári.
IX. Hið ev.lút. kirkjufélag ísl. í Vesturheimi átti góða tu
trúa á fundinum, dr. Björn B. Jónsson og frú hans. Báru ÞaU
hlýjar kveðjur frá kirkjufélagi Vestur-íslendinga og töluðu 11111