Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 196
Prestafélagsritifl.
Ýmislegt.
189
Þegar presíakall er prestslaust, svo að eigi kemur til greiðslu
embættislauna eða liluta þeirra, skal fjárhæð sú, sem sparast,
miðað við byrjunarlaun presta, rcnna í sérstakan sjóð, sem
Kirkjuráð varðveitir.
Sjóðurinn heitir prcstakallasjóður og skal hann geymdur i
Landsbanka íslands. Kirkjuráð ráðstafar sjóði þessum til verk-
efna þeirra, sem þvi eru ætluð samkv. lögum nr. 21 6. júlí 1931.
Þessi þingsályldun um útborgun á laimum embættismanna
var samþykt i neðri deild Alþingis 24. marz 1933:
Neðri deild Alþingis ályktar að skora á rikisstjórnina að
láta greiða laun þeirra embættis- og starfsmanna ríkisins, sem
Utan Reykjavíkur búa og þess óska, inn á reikning þeirra i
Landsbanka íslands.
Heimild til að kaupa Skálholt. Samkvæmt 22. gr. fjárlaga
fyrir árið 1934 er stjórninni heimilt:
Að kaupa fyrir fé úr kirkjujarðasjóði, j)vi verði, er dóm-
kvaddir menn meta, jörðina Skálholt í Biskupstungum.
Þingvallapreslakall. Á Alþingi 1933 flutti frú Guðrún Lárus-
dóttir þessa tillögu til þingsályktunar um veiting Þingvalla-
prestakalls:
Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að aug-
lýsa Þingvallaprestakall til umsóknar hið bráðasta og hlutast
til um, að sóknarprestinum verði falið á hendur umsjónarstarf
það, sem nú er sérstakt og sérlaunað embætti, svo fljótt sem
við verður komið.
Tillagan var afgreidd með rökstuddri dagskrá frá Einari
Arnasyni, svo hljóðandi:
„í því trausti, að samningar takist með ríkisstjórn og Þing-
vallanefnd um prestssetrið á Þingvöllum og afnot þess, enda
sé friðun Þing\Talla að engu spilt, tekur deildin fyrir næsta
mál á dagskrá".
ÝMISLEGT.
Messur voru alls fluttar á árinu 1932 39(51, en árið á undan
Voru þær 3647.
Altarisgestir voru 1932 samtals 5010, og er það likt og árið
® undan.
Fernid voru 1902 ungmenni.