Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 72
66
Sigurður P. Sivertsen:
Prf5talc!agsritlfl.
hlýðilegt, að guðsþjónustan bjTji með lofgjörðarbæn....
I sama tilgangi eru safnaðarsvörin einnig aukin.... við
það gæti ýmsum ef til vill betur skilist, að guðsþjónust-
an er annað og meira en að hlusta á prédikun".
Á þetta sama lagði séra Jón Auðuns einnig áherzlu í
grein sinni i Prestafélagsritinu í fyrra, er liann nefndi
„Ecclcsia Orans“, hin biðjandi kirkja. Kemst hann þar
meðal annars svo að orði: „Framtiðarguðsþjónustan á að
vekja og dýpka anda tilbeiðslunnar í kirkjunni, og hún á
umfram alt að lyfta söfnuðinum upp yfir þrengsli einstak-
lingshyggjunnar upp í víðfeðmi samfélagsbænar".
En þessi krafa um aukna tilbeiðslu í guðsþjónustunni,
er ekki neitt sérstakt íslenzkt fyrirbrigði. Hún hefir und-
anfarin ár verið æði hávær víða um kristin lönd.
Þeim, sem að hinni nýju helgisiðabók unnu, var ljóst,
að hér var um kröfu að ræða, sem sizt mátti ganga fram
hjá eða daufheyrast við.
Að aukinni guðstilbeiðslu varð að stefna með hinum
fyrirhuguðu breytingum á Helgisiðabókinni. Það virtist
ljóst og óhjákvæmilegt, svo að ekki þyrfti um það að
deila. Um hitt gátu aftur á móti verið skiftar skoðanir,
á hvern hátt þessum tilgangi yrði bezt náð.
Hvað átli það að vera, sem bezt gæti hpálpað mönnum
til að beygja „hjartans kné“, eins og Hallgrímur orðar
það, og til að syngja drotni „nýjan söng“, þegar í kirkju
væri komið? Með hverju átti að slá á strengi hjartnanna,
svo að þeir mættu óma af lofgjörð til drottins, og titra í
bænarhrifningu og tilbeiðsluhug? Hvað gat mest að því
stuðlað, að guðsþjónustan flytti mönnum „endurnæring,
hressing, hlíf, huggun, svölun, kraft og líf“, svo að þeir
færu heim fi'á kirkjunni Guði „handgengnari" en þeir
komu þangað?
Ég ætla hér ekki að fara að gjöra tilraun til að svai'a
þessum spurningum alment, en aðeins benda á helztu
breytingai- Helgisiðabókarinnar, er stefna eiga í þsssa átt.
Byrja ég þá á bænunum. Á bænina er lögð rikari i-