Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 183
176
íslenzkar bækur.
Prestafélagsritiö.
Fer þá vel á því, að kennarinn i Gamla-testamentis fræðum
við háskóla vorn, hefji bókagerð sína einmitt með þvi, að rita
„Inngangsfræði Gamla-testamentisins“, eins og Ásmundur Guð-
mundsson, háskólakennari, hefir nú gert.
Þar sem bók þessi er ætluð til kenslu við fremur stutt guð-
fræðinám, er þess ekki að vænta, að hér sé um mjög stórt verk
að ræða. Ekki er um annan kost að velja en þann, að gera sem
glegst yfirlit, og opna með því möguleikana fyrir þá, sem halda
vilja áfram, jafnframt því, að gefa glögga heildarmynd af fræði-
greininni. En þetta er engu að síður stórmikið og vandasamt
verk. Bak við hvern kafla liggur lestur margra bóka. Oft verð-
ur að þjappa efni bókar i grein, sem tekur eina blaðsíðu og efni
greinar í eina setningu. Er þá vandsiglt, að haga svo orðum,
að dómurinn verði ekki hæpinn. En alt þetta virðist höf. hafa
lekist ágætlega með sinni nákvæmu vandvirkni og ágæta stil-
hæfileika. Þá er oft vandi að sigla milli skers og báru, þar sem
skoðanir eru jafnskiftar og þær eru í þessari umbyltu fræði-
grein. En lotning höf. fyrir efninu og hinsvegar hans djarf-
mannlega sannleiksást halda hvor annari, að þvi er ég kann
um að dæma, jafnan á þeirri braut, sem næst er réttu. Löng-
unin til að viðhalda og trúa og þráin eftir að vita rétt og segja
satt, eru þau öfi, sem hafa gefið þessari bók svip sinn og mótað
hana frá fyrstu til siðustu blaðsíðu — og betra verður ekki
kosið.
Ég skal ekki rekja hér efni bókarinnar i einstökum atriðum-
Eins og títt er og hentugt i kenslubókum, er efninu mjög vand-
lega niður raðað og skift í fjölda smákafla. En aðalkaflar henn-
ar eru þessir: Fyrst er „forspjall" um tilgang fræðigreinarinn-
ar og sögu. En eftir það er bókinni svo skift í þrjá aðal kaflm
Fyrst er gefið yfirlit yfir sögu textans, bls. 13—35. Er þetta
mikil fræðigrein út af fyrir sig, og þvi ekki að vænta, að ein-
stök vandamál sé hægt að ræða á þessum fáu blaðsiðum. En
yfirlitið er glöggt og kemur furðu víða við.
Þá hefst meginkafli bókarinnar: „Rit Gamla-testamentisins-'-
Spennir sá kafli yfir nálega alla bókina eða bls. 36—286. Und-
irskriftirnar cru: „I. Söguritin“, „II. Spámannaritin“, „H1-
Skáldrit og fræðslurit“ og loks: „Viðbætir: Apokrýfar bækur
Gl.-lestamentisins“.
Þó að höf. verði auðvitað að fara fljótt yfir sögu, hefir hon-
um þó tekist að forðast mjög vel þann flaustursblæ, sem stund-
um einkennir yfirlitsverk eins og þetta. Iiann virðist gefa ser
gott tóm til þess að ræða vandamálin, horfast í augu við þau>
og greiða úr þeim eftir því, sem föng eru á. Til dæmis uW