Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 133
126
.Takob Jónsson
Presfafélagsrltið-
unum rifjaði ég upp alveg fyrirvaralaust meginatriðin
úr ölluin tímunum í réttri röð og samhengi. Og þá kom
í ljós, að allur þorri barnanna mundi furðu-vel jafnvel
þau atriðin, sem lengst var síðan farið hafði verið i.
En þá eru gallarnir. — Er það ekki galli, sem gerir
alt sýnu ótryggara, að börnin vinna að þessu heima og
njóta hvert annars leiðbeiningar eða tilsagnar eldri
manna? Auðvitað má gera ráð fyrir þvi, að eitthvað sé
um slíkt. En er það í sjálfu sér ekki heilbrigð starfsað-
ferð lífsins og grundvöllur hins æðsta siðgæðis, að sá
sterki styrki þann veika? Verið gæti, að félagslvndi,
lijálpfýsi og samvinnuþrá yrðu öflugri þættir í þjóðlif'
inu, ef skólarnir leyfðu meiri samvinnu og samhjálp við
námið. Hinsvegar þarf kennarinn eða presturinn að vita,
hvort einhverjir vinna saman og treysta hreinskilni og
einlægni barnanna, að þau segi rétt frá, ef starfið fer
fram, þar sem hann er ekki viðstaddur. — Annar gall'
inn kynni að vera sá, að spurningarnar séu of þungar
fyrir hvert barn, svo að þau þroskaminstu verði aftur úr.
Þessi aðfinsla nær auðvitað engu síður til hinna algengu
kensluaðferða. En hér þarf að hafa það hugfast, að gild'
þeirrar spurningaaðferðar, sem ég hefi viðhaft, liggur
ekki í því, að hún sé próf á þekkingu barnanna, heldur
að hún veiti tækifæri til umhugsunar og sjálfstæðrar at-
hugunar. Þó að barni hafi ekki tekist að leysa rétt úr,
þá er tilraunin trygging fjTÍr því, að það hafi liugsað
um námsefnið. Öðru máli gegnir það, að eigi kensla í
anda nýskólastefnunnar að vera fullkomin, þarf miklu
meiri fjölbreytni i viðfangsefnum, svo að hvert harn get1
farið að mestu þær leiðir, sem bezt eiga við það. En þvl
takmarld verður ekki náð, nema með aukinni þekking11
og æfingu undir handleiðslu vel mentaðra manna í upp'
eldisvisindum.
Ég vænti þess, að meðal íslenzkra presta séu ýmsir,
sem finna þörf fyrir breytta starfsháttu og hafi hug a
að taka hinar nýrri stefnur í fræðslumálum til greina 1