Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 42
36
Jón Helgason:
Prestafélagsritift.
farai'leyfi og hurfu þau nú heim til Elsass, — hæði tvö
biluð að heilsu og félaus með öllu.
Vegna heilsunnar varð Schweitzer þegar eftir komu
sína til Strassborgar hvað eftir annað að leggjast inn á
sjúkrahús til uppskurðar og að því heppilega afstöðnu
lét hann í bili skipa sig í aukalæknisstöðu og gjörðist þá
jafnframt aðstoðarprédikari við gömlu kirkjuna sina þar
i borginni. En hvorttveggja þetta var aðeins gjört til
bráðabirgða. Hugurinn var allur hjá svertingjunum suð-
ur í Kongó, sem hann hafði af æðstu valdhöfum landsins
verið knúður til að yfirgefa haustið 1917, án þess að þar
væri settur nokkur staðgöngumaður til þess að halda
áfram mannúðarstarfi Schweitzers. Það var því jafnan
cfst í huga hans, jafnskjótt og kringumstæðnr leyfðu, að
flytjast aftur suður þangað, til þess að halda áfrám starfi
þvi, sem hann hafði byrjað þar.
Friður var að vísu á kominn hér í álfu, að nafninu til að
minsta kosti, en menn andvörpuðu alstaðar undir af-
leiðingum stríðsáranna, svo að horfurnar voru alt ann-
að en glæsilegar á því, að takast mætti að fá nægilegí fé
til fararinnar og starfsins. En Schweitzer félst ekki hug-
ur. Fjögur næstu árin var hann allur í því að safna fé.
Og árangurinn varð meiri en hann hafði dreymt um. Það
kom fagurlega á daginn, að mætur manna á Schweitzer
sem rithöfundi höfðu ekki minkað við fjarveruna. Fjöldi
manna, sem áður hafði lítt fengist til að sinna ritverkum
hans, vildu nú gjarnan eignast þau, enda komu þau nú
út i nýjum útgáfum og í þýðingum á tungum ýmissa
þjóða og seldust ágætlega. Og nýjum ritum frá hans
hendi var hvervetna tekið með fögnuði. Úr öllum áttum
bárust honum beiðnir um að flytja fyrirlestra, ekki sízt
varðandi mannúðarstarfíð i Lambarene. Og þá höfðu
menn ekki heldur gleymt því hver snillingur hann var
á sviði tónlistarinnar. Hann fór víða um lönd, borg úr
borg og sveil úr sveit og var alstaðar vel tekið. Allir
vildu sjá og heyra þennan stórmerka mannvin, lærdóms-