Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 155
148 Björil B. Jónsson: PrestafélagsrUið.
auðnast að vinna. Alt samfélagið við Guð er í insta eðli ekki
annað en kærleikurinn. Alt það, er vér köllum trú, er í
insta eðli ekki annað en meðvitund þess, að nú hvílum
vér í friðsælum kærleika við hjarta Guðs.
Ef þú því, maður, vilt koma og sjá, iivar Jesús Kristur
á heima, þá kom þú með hjarta þitt inn í hús kærleikans.
Nei, segjum það á aðra leið: Reis þú kærleikanum hús i
hjarta þínu, þá veizt þú það, hvar Jesús á heima.
Nú vildi ég óska þess af lieilum hug, að allir þeir, sem
orð mín heyra, fái lagt liönd á sjálfs síns brjóst og sagt:
Nú veit ég, hvar frelsari minn Jesús Kristur á heima. Hér
á hann heima.
„Húsið bæði og hjartað mitt
heimili veri, Jesús þitt,
hjá mér þigg hvild lientuga.
Þó þú komir með krossinn þinn,
kom þú l)lessaður til mín inn,
fagna’ eg þér fegins huga“.
Fyrir nokkurum dögum var ég staddur ásamt all-
mörgum bræðrum uppi í Reykholti, þeim fornhelga stað.
Meðal annars, er þar snart hjarta mitt, voru orðin, sem
einn mikilsmetinn fræðimaður þessa lands bar fram sem
bæn að loknu fróðlegu erindi. Orðin voru aðeins þessi
þrjú: „Kom, Drottinn Jesús“.
Ég á enga ósk á þessu augnabliki aðra en þá, að mega
fyrir sjálfs míns hönd og í nafni þeirra íslendinga, sem
í Ameríku búa, sameina veika rödd mína við raddir ætt-
hræðra minna hér á mínu kæra föðurlandi og segja af
öllu hjarta: Kom, Drottinn Jesús.
Ég er sannfærður um það, að gæfa þessarar þjóðar er
undir því komin, að hún sannarlega komist að raun um
það, livar Jesús Kristur á heima, að lán hennar og líf se
undir því komið, að Jesús Kristur eigi lieima hjá henni-
Iíom, Drottinn Jesús, og dvel hjá þessari þjóð, „meðan
þin náð lætur vort láð lýði og bygðum halda“. — Amen.