Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 55
Prestafélagsrltiö.
Kristsmynd.
49
var hann, samkvæmt heimild ritningarinnar að m. k.
þrítugur að aldri. Vafalaust má telja, að hann hafi um
alt hið ytra fremur fylgt venjum landa sinna en Róni-
verja, en annars lagt litla áherzlu á slika hluti, enda segir
Tertúllían, hinn kristni rithöfundur (sem uppi er á síð-
ara hluta 2. aldar), að Drottinn liafi gengið um meðal
manna, einfaldur og óbrotinn í öllum háttum. Yfirleitt
benda allar þessar gömlu heimildir, svo ónógar og ófull-
komnar sem þær eru, til hinna ytri siðvenja Nazíreanna,
sem fyr er getið.
Þá greinir höf. (Wolter) frá merkilegri frásögn, er
bendir til þess, að mynd hafi verið gerð af Kristi e. t. v.
1 lifanda lífi eða þá rétt eftir dauða hans. — Það er kirkju-
söguhöfundurinn Evsebíus, einn hinn sannfróðasti og á-
reiðanlegasti sagnaritari á fyrstu öldum kristninnar, er þá
sögu segir. Þar er svo frá sagt í 7. kafla kirkjusögu hans,
að hann hafi sjálfur séð hjá heiðnum mönnum málaðar
^yndir af Iíristi og þeim Pétri og Páli postulum. En hið
merkilegasta er, að hann segist hafa séð standmynd af
Kristi og blóðfallssjúku konunni, og hafi hún staðið á
báum steinstólpa fyrir framan hús konunnar i Sesareu
bilippí. Það var standmynd úr eirmálmi (bronce). Verð-
Ur að skilja þetta svo, að konan hafi látið gera þessa
ttiynd af undralækninum, sem hafði bjargað henni, og
hafi myndin átt að vera honum sem líkust, svo að hún
Jnætti æfinlega minna konuna á hann, sem kraftaverkið
bafði unnið. Það, að Eusebius, jafn vandaður höfundur,
ríillyrðir, að þetta hafi verið mynd af Kristi, og engum
öðrum, virðist taka af öll tvímæli um, að svo hafi verið.
Þetta styðst og við það, að Júlían keisari, sem gekk af
kristinni trú, og gerði alt til þess að brjóta og eyða kristn-
um menjum og kristnum dómi, lét brjóta og skemma
’nyndina, svo að hún bæri ekki Kristi vitni. Þetta hvort-
lveSgja samrvmist vel tímans vegna. Þeir Evsebíus og
Júlían voru samtíðamenn. Evsebíus deyr uni 340 e.Kr. fæð-
lngu og hefir þá séð myndina nokkru áður. En Júlían deyr
4