Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 137
130
Dagbjartur Jónsson:
PrestafélagsrifiB.
in var með honum, og um langt skeið lagði hann ekki
minna upp en £ 2,000 á ári. Það var hans eina mark
að græða fé. Einbeittni, metnaður, kapp, ímyndunarafl,
þol og þor, alt þetta var æft og tamið í þjónustu þess eina
viðfangsefnis til þess dags, er Guð kallaði þennan unga
kaupsýslumann og krafðist þessara hæfileika hans í sína
eigin þjónustu.
Um trúarbrögð og allan þann hugmyndaheim, er í því
liugtaki felst, hafði Carlile elcki skeytt til þessa. Það voru
viðburðir fransk-prússneska stríðsins, er fyrst fengu hann
til að hugsa alvarlega um andleg mál. Hann hafði séð
menn fara í stríðið í blóma lífsins, glaða og heilbrigða,
og koma aftur særða og lemstraða. Og þó að dagur afl-
urhvarfs hans væri enn ekki komimi, leiddu þessir at-
burðir hann til að endurskoða fyrri sjónarmið sín og hug-
leiða hina eilífu spurningu lífs og dauða.
Árið 1873 misti Garlile nærri aleigu sína vegna greiðslu-
stöðvana í bönkum í London og New York. Hafði hann
þá grætt 20—30 þús. pund sterling, og því fyllilega náð
því marki, er hann hafði sett sér barn.
Hann var bugaður um tíma. Hann liafði unnið, frá því
snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin, að efl-
ingu verzlunarinnar, og hann hafði fórnað öllum liugs-
unum sínum og þreki fyrir þessa einu hugsjón. Nú höfðu
vonir hans brugðist og metnaður hans verið særður. Það
var ofraun heilsu hans. Sjúkleiki í hryggnum, er hann
hafði lcent frá því er hann var harn, tólc sig nú upp, og
vikum saman varð liann lengstum að liggja á bakinu.
„Guð lagði mig á bakið, svo að ég skyldi því fremui'
líta upp“, segir liann með gleði, er hann talar um þetta
tímabil. Og er maður lítur til baka yfir líf hans og starf,
liver getur þá efast um bein afskifti Guðs sjálfs? Legan
reyndist vegur lians til Damaskus, þar sem hann var
feldur til jarðar og reistur á fætur aftur til þess að verða
postuli af Guðs náð. — Það var bókin „Náð og sannleik-
ur“, eftir Mackaj', er olli umskiftunum. „Áður en ég