Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 172
Prestaféiagsritið. Prestkvennafundurínn 1933.
165
helgidögum þjóðkirkjunnar: 1. Aftan við 1. gr. laganna bætist
ný málsgrein svohljóðandi: „Á stórhátíðum, þ. e. aðfangadag,
jóladag, páskadag og hvítasunnudag er íslenzkum fiskiskipum
hannað að vera að veiðum“. 2. Fyrri tnálsgrein 7. gr. laganna
skal orða svo: „Bönn þau, sem talin eru í undanfarandi grein-
um, ná yfir allan föstudagrnn langa og hina fyrri daga stórhátíð-
anna, þau gilda einnig eftir miðaftan á skírdag og aðfangadags-
kveld jóla“.
e. Stofnuih prestakallaxjóðs: „Kirkjuráðið er rnjög hlynt hug-
niyndinni um stofnun prestakallasjóðs, sem komið hefir fram
á síðustu þingum“.
f. Kaup Skálholtsstaöar: „Kirkjuráðið lýsir ánægju sinni yfir
þeim áhuga, sem vaknaður er meðal allmargra kirkjumanna á
því, að koma i veg fyrir, að Skálholtsstaður lendi í braski eða
komist undir úllend yfirráð, og væntir þess, að þing og stjórn
veiti því máli stuðning sinn jafnskjótt sem umhægist um fjár-
mál landsins".
PRESTKVENNAFUNDURINN 1933.
í sambandi við fund Prestafélags íslands í Reykholti, héldu
prestskonur fund með sér þann 27. júní 1933.
í fundarbyrjun flutti frú Guðrún Lárusdóttir erindi um út-
breiðslu Biblíunnar víðsvegar um heiminn. Hlýddu prestarnir á
erindið, en að því loknu gengu konurnar til fundar, og var efni
hans sem hér segir:
1. Frú Bentína Hallgrímsson hóf umræður um störf kvenna
fyrir kirkjurnar í landinu. Sýndi hún fram á nauðsyn þess, að
Weiri rækt verði lögð við aðbúnað kirkjuhúsanna, en átt hefir
sér stað til þessa. Gat hún þess, að kosin hefði verið kirkju-
nefnd í dómkirkjusöfnuðinum, sem hefði beitt sér fyrir því að
fegra kirkjuna, utan og innan. Nefndina skipa konur. Síðasti
arangurinn, auk margs annars, af slarfi þeirra eru hinir af-
Sirtu blómareitir umhverfis Dómkirkjuna. — Allmiklar umræð-
Rr urðu um málið, og var að þeim loknum gjörð svohljóðandi
fundarsamþykt:
„Fundurinn telur það þýðingarmikið atriði i kirkjumálum
fandsins, að kirkjuhúsin séu höfð hlýleg og aðlaðandi, að þau
séu prýdd eftir föngum og að þeim búið svo sem sæmandi er