Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 128
Prestaféiagsritið. Undirbúningur fermingar.
121
heppilegt væri að nota til skýringar eða upplýsingar efn-
inu. — Þegar „Kristinfræði" séra Friðriks Hallgrímsson-
ar komu út, leizt mér all-vel á þá bók fyrir ýmsra hluta
sakir. Hún virtist vera auðveld aflestrar og að allri bygg-
Wgu ólík hinum eldri kverum. Þessa bók notaði ég í tvö
ar- Börnin lásu hana fúslega og sumir kaflarnir reynd-
ust mjög góðir, bæði einfaldir og glöggir. En við kensl-
Una komu fram ýmsir annmarkar. Ég bafði hugsað mér
a® nota bókina sem þráð til þess að fylgja í meginatrið-
11111 > en binda mig ekki meira við hana en þægilegt væri
1 hvert sinn. En þá kom i ljós, að börnunum gekk oft
'ha að muna efni kaflanna til lengdar, svo framarlega
seni þau lærðu þá ekki orði til orðs. Virtist mér það helzt
Vera þvi að kenna, að sumstaðar vantar mikið á, að fram-
setningin sé nógu skipuleg og rökrétt, þannig, að börnin
sjaif finni, að eitt leiði af öðru í eðlilegu samhengi.—Auð-
Vltað er þetta enginn ritdómur um bók séra Friðriks. Vera
llla, að öðrum notist hún betur en mér. Hvað sem um
það er, j)á á höf. þakkir skildar fyrir tilraun sína lil
þess að leysa vandamál kristindómsfræðslunnar. Ep
sannleikurinu er sá, að úrlausnarefnið er annað og meira
611 það, hvaða bækur skuli notaðar.
Bramvegis verðúr ekki hrópað á ný kver, heldur nýjar
hensluaðferðir.
Yinsar raddir hafa komið fram um það, að starfsað-
íei'ðir hinna gömlu skóla séu orðnar úreltar frá sjónar-
nuðiuppeldisfræðinnar. Má benda á greinar séra Sigurðar
Einarssonar i Prestafélagsritinu o. v., ennfremur fyrir-
iestra Sigurðar Thorlacius skólastjóra. Hið sérprentaða
ei'indi hans um skólamál er með því allra bezta, sem rit-
hefir verið nýlega um þau efni. Sú stefna, sem þeir
'‘aí'narnir fylgja, nýskólastefnan, krefst þess, að námið
Jyggist sem mest á sjálfstæðu starfi barnanna, eigin at-
ngununi og umhugsun. Skólarnir eigi að kenna með
SVlpuðum hætti og lífið sjálft, þannig, að starf barnanna
stjórnist eldd af ytra valdboði, sem þau skilja ekki að