Prestafélagsritið - 01.01.1933, Blaðsíða 56
50
Árni Sigurðsson:
Presfafólagsritiö.
árið 363, og hafði einkum næstu ár á undan hamast gegn
kristinni trú. Eftir þessari standmynd, segir höf., hefir á
3. öld verið gerð rismynd (relief-mynd) sú af Kristi og
blóðfallssjúlcu konunni, sem nú er geymd í Lateranhöll-
inni í Rómaborg. Og það sem liér er merkilegast, segir höf.,
er þetta: Á þeirri mynd getur að líta Krist, sem er sýndur
með löngu lokkahári, er fellur á herðar niður, og með
stutt lítið eitt klofið hökuskegg, eins og á mynd þeirri
frá Jerúsalem, sem er aðaltilefni bókarinnar, og lýst verð-
ur rækilegar áður en lýkur erindi þessu. Munurinn er að-
eins sá, að mikiu minna lista-handbragð er á rismynd-
inni, en á liinni nýfundnu mynd frá Jerúsalcm.
Þá færir höf. ýms rök að því,að til hafi verið fleiri
myndir gerðar af heiðnum samtíðarmönnum Krists aust-
ur i Gyðingalandi, þeim til handa, sem einhverra hluta
vegna vildu eiga mynd af þessum merkilega spekingi og
undralækni, eins og hann kom þeim fyrir sjónir. Nefnir
höf. þar til sögu um það, að Pontíus Pílatus, er varð land-
stjóri þar eystra 26 árum eftir fæðingu Iírists, hafi látið
gera mynd af þessum manni, er hann dæmdi til dauða
gegn betri vitund. Telur höf. að þetta sé harla líklegt,
þcgar litið sé á alla framkomu Pilatusar, er vissi með
sjálfum sér að dóinurinn var rangur, enda þótt hann þætt-
ist tilneyddur að kveða hann upp, af ótta við Gyðinga.
Árið 570, segir höf., ritar Antoníus frá Placentía, er fór
pílagrímsför til Jerúsalem, að i landstjórahöllinni þar sem
Pílatus bjó fyrrum, hafi verið mynd af Kristi, sem gerð
hafi verið eftir honum i lifanda lífi. Ennfremur getur
höf. þess, að í fornri sögu um Pílatus, sé frá því skýrt,
að eftir að Pílatus kom aftur til Rómaborgar, er hann
hafði verið sviftur landstjóraembættinu, hafi hann lýst
útliti Krists á þessa leið: „Hann var brúnleitur í andliti,
hafði fallegt skegg og leiftrandi augu“. Höf. segir enn-
fremur:„Einsogþað virðist sannað um blóðfallssjúku kon-
una, og mjög líklegt um POatus, svo eru og allar líkur
til þcss, að hundraðshöfðinginn frá Kapernaum hafi út-