Prestafélagsritið - 01.01.1933, Qupperneq 113
106
Ásmundur Guðmundsson: Prestafélagsritið.
Enn meira er þó um það vert, að kirkjan reyni að
svala lífsþorsta nútímakynslóðarinnar en veruleikaþránni.
Hann er dýpri og sárari, og nútímakynslóðin hefir ekki
fundið svölun við honum þar, sem hún hefir leitað. Eða
skyldi hún segja það? Nei, vissulega ekki. Og jafnvel þótt
sannfæringin um Guð gagntæki hana og hún kæmi auga
á veruleikann mikla, sem er í senn uppspretta alls og tak-
mark, þá væri ekki vist, að lífsþrá hennar væri svalað
með þvi. Á þeirri stundu er það oft, að mennirnir skjálfa
og titra fyrir óendanlegu og óskiljanlegu veldi Guðs.
„Mér fanst Guðs himinn svo hátignarhár.
Ég hugði hann áður svo nærri“,
segir Matthías Jochumsson og spyr svo angistarfullur:
„Sér hann ei duftið svo fjarri?“
Þegar eilifðin dunar umhverfis oss, þegar vér horfum í
anda á óteljandi vetrarhrautir um takmarkalausan geim-
inn, þróun og hnignun, dauða og líf, án upnhafs og án
endis, og hugleiðum, að þetta alt er aðeins fölt endurskin
liið ytra af veru Guðs, þá kennum vér sársauka og skiljum
fyrst til fulls sannleik orðanna: „Þú Guð ert mikill og
mjög vegsamlegur.... Hjarta vort er órólegt og fær ekki
frið fyr en það hvílist í þér“. Hver er afstaða hans til
vor ? Fær hjarta vort einnig þekt hjarta hans?
Kirkjan verður að leitast við að hjálpa nútímakyn-
slóðinni til þess að skilja það, í hverju insta lífsþrá henn-
ar sé fólgin. Sú þrá er tvíþætt, samvizkan þráir full-
komnun og hjartað kærleika. Og þegar svölun fæst í senn
við þessu hvorutveggja, þá er lífið fundið, fyllra líf en
annars er til lijá mönnunum. Þetta verða kirkjunnar
menn að hafa sjálfir reynt til þess að geta boðað það
með krafti og árangri. Það er ekkert hjá oss sjálfum, sem
getur veitt þessari lífsþrá algera fullnægju, jafnvel ekki
hæsta hugsjón vor og það, sem vér eigum hezt. Það verð-
ur að vera óendanlega miklu æðra en vér og í raun og
veru frelsa oss frá sjálfum oss. Eins og Guð er svarið
við þrá mannanna eftir veruleik, þannig verða þeir einn-