Prestafélagsritið - 01.01.1933, Síða 61
Prestafélagsr itið.
Kristsmynd.
55
um á ólíkasta menningarstigi". Höf. vekur athygli á þvl,
a'Ö margt bendi til þess, að menn hafi alment einhverja
sameiginlega liugmynd um, hvernig Kristur var ásýndum
hið ytra. Einkum hafi menn yfirleitt aðhylst þá skoð-
un, að Kristur hafi borið sítt hár og hökuskegg. Þetta
sé arfsögn (tradition) innan kristninnar. Og nú telur höf.
að mynd sú, sem hér hefir verið lýst, alabastursmyndin
frá Jerúsaiem, muni vera frummyndin, sem sanni, að
þessi erfikenning eða arfsögn sé rétt.
Höf. segir svo frá, að sérfræðingar í fornmenjafræði
°g fornlistafræði, sem séð hafi og athugað Kristsmyndina
H'á Jei'úsalem, sé yfirleitt sammála um, að það sé sönn
frumleg mynd af Kristi. Og venjulegir menn, sem
eugin skilyrði hafa til að ákveða aldur, tímabii og stil
þessarar myndar, og ekkert geta um það vitað, hvað-
an hún er komin, þeir verða alhr fyrir sömu áhrifun-
U£n, er þeir sjá þetta göfuglega, fríða höfuð: mynd af
Jesú Krisli kemur jafnskjótt í hugann. „Og hvað sem
ððru líður“, segir höf. „mun þessi mynd ætíð eiga gildi
sitt i þvi, að hún ber með sér þá lotningaverðu tign, sem
Vekur hugsunina um Krist, og það, sem vér væntum
°ss af honum“.
í þessu sambandi lætur höf. þess getið, að það sé
Kristur með hið síða hár og liökuskeggið, sem vitrana-
rnenn kristninnar hafi séð í sýnum sinum. Þannig sé það
um Kristsvitranir Theresu Neumann í Konnersreulh,
ettir því sem skýrslur herma. „Þó má ekki“, segir höf.
eins og rétt er, „eigna slíkum vitrunum neitt sögulegt
gildi'*. Þær geta verið sannar frá vissu sjónarmiði fyrir
því.
Höfundur endar bók sína, sem ég hefi hér rakið í að-
aidráttum, með þessum orðum: „Meðan lif vort er tengt
Kristi og kenningu hans, meðan kristileg lífsskoðun er
til á jörðunni, rnun þetta listaverk, sem orðið er nær
2000 ára gamalt, eiga lífs- og listagildi vegna þess, að
sá kraftur andans, sem frá því streymir, minnir á kraft