Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 203
Prestafélagsritið
kostar 5 krónur, eins og að undanförnu. Það
fæst hjá bóksölum í Reylcjavík og víðar, hjá
flestum pre$tum landsins og hjá bókaverði
Prestafélagsins.
Prestafélagið borgar 10 krónur fyrir hvert
óskemt eintak af 2. árgangi ritsins.
Sérstök kostakjör.
Nýir áskrifendur „Prestafélagsritsins“ geta
fengið bið nýútkomna rit þ. á., og auk þess ö.- -
14. árgang — alls þrettán árganga ritsins, sam-
tals um tvö þúsund og fimm hundruð blað-
síður lesmál í Skírnisbroti, með um 40 mynd-
um — fyrir einar tíu krónur, að viðbættu
burðargjaldi og póstkröfugjaldi fyrir þá, er l)úa
utan Reykjavíkur.
Pantanir sendist til bókavarðar Prestafélags
íslands, séra Helga Hjálmarssonar, Hringbraut
144, sími 4776, Reykjavík.
„Prestafélagsritið á erindi til allra þeirra,
sem ekki stendur á sama um íslenzka kirkju og
kristni“ (Dr. Richard Reck i „Lögbergi“ 1931).
„Það er i mesta máta alþýðlegt, á erindi til
allra og ætti að vera til á liverju heimili“ (Þor-
geir Jónsson, skólastjóri, í „Lögréttu“ 1930).
Séra Hermann Hjartarson á Skútustöðum
hefir skýrt svo frá, að af öllum þeim tíma-
ritum, sem keypt séu í bókasafn Mývatnssveit-
ar, hafi „Prestafélagsritið“ verið oftast lánað út.