Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53 Franskmennirnir bjuggu ekki viö það verkið, sem mestur þrældómur fylgdi í íslenzka skútulífinu, en það var að landa aflanum úti á höfn í uppskipunarbáta, róa þeim síðan í land, og bera upp úr þeim fiskinn á handbörum. Það bar öllum skútu- mönnum saman um að þetta hefði verið það erfiðasta í skútumennsk- unni, og kölluðu það þrælavinnu, og miklu verri en skakið og þær stöður sem því fylgdu. Þá er einnig svo að sjá, sem fyrr er getið, að afli hafi verið meiri á íslenzku kútterunum eftir aldamótin en Frakkanna, og ís- lendingar lagt á sig meiri stöður. Um manntjón þjóðanna hefur áður verið rætt, og sýnt framá að það var hlutfallslega meira en frönsku skútumannanna. Af því, sem hér hefur verið lýst að við höfðum fyrir augunum, var eðli- legt, að við héldum frönsku skútu- mennina hafa átt heldur skárri ævina en íslensku skútukarlarnir. Því verður ekki neitað hér, þótt mælingar hafi ekki staðfest það, að maðurinn hafi sál og það sé einmitt hún, sem hafi ruglað okkur íslend- inga í skilningnum á frönsku skútu- lífi. Við reiknuðum aldrei með sál- inni til sjós og skiljum náttúrlega ekki hvern fjandann menn séu að villast með hana þangað í stað þess að skilja hana eftir heima líkt og sparifötin. Sálin er stofustáss. Það var heimskur maður, sem tók hana með sér í sjópokanum út á Islandsmið. Nú er öldin um margt önnur en ætli reglan sé ekki í góðu gildi. Til sjós gildir skynsemin ein og sér, og hún segir manni klárt: Nú ertu til sjós, góði, en ekki í landi. Þetta kann að sýnast augljóst mál, strax og skip- ið fer að velta og sjóveikin grípur manninn, en það eru sumir sem aldrei skilja þetta og eru alltaf með annan fótinn í landi, hversu langt sem þeir sigla frá því, og sumir taka landið með sér um borð, og það var einmitt það sem Frakkarnir gerðu og það kom þeim einmitt sérlega illa, þar sem þeir áttu ljúft land. Það gerði Islendingum áður fyrr ekkert til, það mátti ekki á milli sjá hvort var þeim verra miðin eða landið. Sá munur á frönsku og íslenzku skútulífi til hins verra hjá Frökkun- um byggist á þessu hvorttveggja að þeir tóku með sér sálartötrið, sem stokkfraus strax og það kom útí kuld- ann norður frá og þeir tóku með sér landið sitt ljúfa; ó, að ég væri nú kominn heim til mömmu, eða stúlk- unnar minnar og sæti þar með henni berrassaðri í laufguðum lundi með rauðvínsflösku. Við þessari ósk fengu þeir ekki annað en skvettu framan í sig. Af þessu varð þeim sér- lega vont mannlífið á Islandsmiðum. Ekki er fyrir það að synja að íslenzkir sjómenn ættu sér drauminn um stúlk- una en ekki laufgaðan lundinn. En það er fleira inní dæminu en sálin á röngum stað, landið góða, stúlka í lund, og rauðvínsflaska. Franskur skútumaður fæðist Okkar skútumenn hafa litla fæðingarsögu að segja af eigin fæðingu, það þarf þá helzt að hafa borið til, að móðirin hafi látist af barnsförunum eða kom- ið sérlega hart niður, en þar er nú heldur betur önnur sagan hjá Frans- manninum. Svo lýsir höfundur fæðingu sögu- manns síns, Yves frænda íslandssjó- manns: „Janníka barðist af öllum kröftum við grimmilega verkina sem slitu hold hennar, bruddu beinin, skófu hana innan. Ef hún hefði verið ein, mundi hún hafa öskrað eins og dýr í kvölunum sem fóru eldi um hana frá kviðarholi og upp í háls. Það hefði verið leið til að rísa gegn þjáning- unni, sönnun þess að hún væri lif- andi, svo mjög sem henni fannst þetta tilheyra öðrum heimi. í viðurvist Fanch, grannkonunnar og ljósmóðurinnar, lagði hún metn- að sinn í að herða sig. Hún beit á jaxlinn og ópið varð að korri, hendur krepptust um sængurfötin og það var sem æðisglampi í uppglenntum aug- um hennar. Þegar hríðirnar jukust, varð líkaminn stífur, hún snéri uppá sig, andardrátturinn varð hraðari og breyttist í hvæs. I þann mund, þegar Fanch var farinn að óttast um líf konu sinnar, renndi yfirsetukonan hendinni undir sængina, þreifaði um kvið hennar og skaut, settist síðan aftur ofurrólega og tók upp dagblað- ið sem hún hafði verið að lesa“. Þetta er óneitanlega dálítið koll- óttur endir á mikilli styrjöld. Miðað við að barnið fæddist eftir öll þessi ósköp með fullkomlega eðlilegum hætti og bæði móður og barni heils- aðist vel, verður að telja að vel sé í lýsinguna borið. * Ogæfan dynur yfír á er það næst stórra viðburða í sögu Yves, að faðir hans tilkynnir honum að hann hafi ráðið hann sem messadreng á skip til íslandsveiða: „Yves, komdu hér og sestu hjá mér. Ég þarf að tala við þig um alvar- legt mál. Þetta var sagt í ábúðarmiklum rómi sem varð á köflum hás, eins og hvert orð kostaði sérstaka áreynslu. Alvarlegt hlaut málið að vera, úr því faðir hans taldi hæfa að rjúfa þá þögn, sem hann var vanur að temja sér, hvaða stórsynd sem Yves hafði nú framið og átti að gjalda fyrir. Hann var því heldur daufur í dálk- inn, þegar Yves tyllti sér á bekkbrún- ina. Og faðir hans tók til máls. Ekki hafði Yves heyrt nema fyrstu orðin, þegar hann varð gripinn ógur- legum svima og var sem suðaði fyrir eyrum hans, en ískuldi fór um líkam- ann, því það sem hann heyrði, og var að vísu tjáð með vandræðabrag, var óhagganleg ákvörðun: foreldrar hans höfðu komið sér saman um, að hann yrði skráður messadrengur á næstu vertíð á íslandsmiðum." Hugsunum drengsins er svo lýst í ljóði sem honum kemur í hug, og sýnir það sem fyrr er sagt, að það var allur munurinn á að halda í fyrstu Islandssjóferð af Bretaníuskaga, en úr íslenzku harðbalakoti. Þýðandinn hefur úr betra að spila þar sem ljóðið er, og þar notast honum hagleikur sinn. Hann þýðir svo ljóðið:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.