Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 56
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Hjarta mitt brestur undan þunga angistarinnar augu mín loga, tárin uppurin, kominn er sá ólánsdagur, að ég verð að fara frá bernzkuslóðunum, frá Bretaníu hinni blíðu. Vertu þá sæll kofinn minn í dalnum, hvanngræni hóll, þar sem ég lék mér barn, og þið laufmiklu tré sem skýlduð mér á meðan ég dottaði sæll í sumarhitanum.“ Þennan dreng er gild ástæða til að aumkva meira en okkar pilta, en margir þeirra skildu ekki við bar- dússið í sveitinni með neinum sökn- uði, hlökkuðu til að reyna sig á skútu, þóttust þá verða menn með mönnum, og jafnaldrarnir öfund- uðu þá. Þessum franska dreng var þetta nær sem dauðadómur. Upphaf ferðar í ómannlega veröld Svo segir í sögunni af upphafi ferð- ar: Bettína lét úr höfn klukkan fjögur um morguninn og varpaði síðan akkerum í skipalægi Port-Evens, þar sem skútufloti Pompóla var vanur að safnast saman. Þaðan yrði haldið til Bretlandseyja sem var einn áfanginn á leið til íslands. í landi höfðu karlar, konur og börn safnast saman niður við höfnina til að kveðja. Innan skamms, þegar undin yrðu upp segl, færu allir út á ysta höfðann á þessum slóðum Bret- aníuskagans, þar sem „ekknakross- inn“ bar við himin. Þaðan mundi fólkið einblína á skúturnar sem liðu á hægri ferð út á hafið, þar til þær hurfu við sjóndeildarhring. Hversu margar konur mundu ekki koma aft- ur dag eftir dag, þegar þær í vertíðar- lok væru að skima utan við alla skyn- semi eftir týndu skipi sem hafði borið eiginmanninn burt þaðan fyrir sex mánuðum. Og síðan, þegar tíminn hafði svipt þær allri von, mundu þær láta syngja messu fyrir hina fram- liðnu svo að þeir mættu hvíla í friði. Upp frá því mætti sjá þær með svart- ar „ekkjuhúfur“. Og á vegg „sjó- drukknaðra“ í kirkjugarðinum í Ploubazanec yrði bætt við einni plötu með einu nafni. Yves stóð á þilfarinu og gleypti með augunum þessa gamalkunnu staði sem hann hafði af slíku ranglæti verið hrifsaður burt frá og mundi aldrei sjá aftur. Rétt eins og frændi hans, sem hafði farist þarna við ís- land. Dagur er á lofti, hann aflijúpar hæðahryggina, lýsir dauflega á hús fiskimannanna, varpar bliki á græn- leitan sæ vetrarins. Mávarnir hringsnúast á himninum og hafgolan ber óminn af gargi þeirra langar leiðir. Segl hafa verið dregin upp. Skipið vaggar mjúklega á öld- unum, líður framhjá klettabeltinu sem er svart að líta á þessum tíma dags. Ströndin verður smám saman minni þangað til ekki er annað eftir en dökk lína sem skyndilega hverfur handan við sjóndeildarhringinn. Bretaníuskaginn er nú ekki annað en minning. Messadrengurinn grætur í hljóði, tárlaust. Hann hefur úthellt öllum tárum sínum ... Nú ertu að láta þig dreyma? Þú verður að hitta kapteininn... Orðin sem og hönd mannsins á öxl hans hrifu hann frá því sem hinn kall- aði lét sig dreyma“. Franskur skútuskipstjóri Og þá er komið að því að lýsa kapt- eininum: Kapteinninn var klæddur sömu stóru peysunni, sömu upplituðu mussunni og með sama beiglaða kaskeitið sem hafði haft svo mikil áhrif á hann, þegar hann hafði fyrst komið að máli við hann með föður sínum. Núna fyrirskipaði hann á báðar hendur, örvar mennina til verka með munninum, höndunum og með því að blístra. Fjandinn hafi það! Það verður að láta til sín taka við þessar skepnur, vera nógu sterkur til að halda þeim í járngreipum, annars næst ekkert út úr þeim! Og það sem verra var, það mundi ríkja stjórn- leysi. Hjá honum er engin hætta á því, hann kann að meðhöndla þá... Yves heldur sig í hæfilegri fjar- lægð, dauðfeiminn og þorir ekki fyrir sitt litla líf að ávarpa yfirmanninn af ótta við að fá fyrir ferðina. Kapteinninn lítur upp og sér messadrenginn: Komdu nær. Það er ekki boð heldur skipun. Henni er varpað fram í hörkulegum tóni sem gömul hálsveiki mildar þó að nokkru: gjöf frá íslenzkum vetri. Hvað er hann að segja við hann? Yves veit það ekki, því allt hring- snýst í höfðinu á honum svo að hann svimar. Því næst lætur hann sem hann skilji, með því að hreyfa hök- una upp og niður, þegar hinn þegir, og segja: já.. .já... Þá bætir kapteinn- inn við í hvert skipti, mjög einkenni- lega: „Já, drullusokkur“. Einkenni- legt! Hann yrði að tala um þetta við föður sinn. Þegar hann sagði honum frá því, hlustaði Fanch á hann brosandi: „Veistu ekki að þú hefur móðgað hannmeðþví aðsegja, „já...já...“ og ekkert rneira? Hann ætlaðist til að þú segðir „Já, kapteinn“ með virðingu. Þetta var hans aðferð að kenna þér kurteisi, láta þig skilja að milli yfir- manns og háseta er sami munurinn og á manni sem ber nafn með réttu og drullusokk. Þannig líta menn á okkur... þegar þeir eru yfirmenn". Satt er það, allur er munurinn að leggja út með íslenzkum skútuskip- stjóra eða þessum hrokagikk, og eru þessar viðtökur skipstjóra á drengstaula ekki finnanlegar í okkar skútusögum, og þaðan af síður þetta álit skipstjóra almennt á hásetum sín- um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.