Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Síða 64
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ sjó frá skipinu, kannski allt eins mik- ið lárétt eins og lóörétt, og þá þurfti að renna allt að tvöfalt meiru út af færinu en dýpið var til botns. Það varð ekkert skaklag á þessu og það náðist ekki fiskur. Þegar svona var komið var skipinu lagt til, seglum hagrætt svo, að skipið hálsaði báruna og lægi sem næst vindi. Þannig fóru skipin vel með sig í öllu skaplegu. Ef mönnum sýndist uppgangsveður í aðsigi, var leitað vars og veðrið legið af sér í vari. Þágat það síðan hent, og það varð oft svo hjá Fransmönnun- um á skonnortunum, að þær urðu að liggja jafnvel dögum saman í byrleysi inni á fjörðum, og enn gat skeð, að skip gætu ekki leitað af miðum, sem fisklaus voru, vegna byrleysis. Það var þannig margt sem gat gefið færa- mönnum góða hvíld. Frakkarnir tóku áreiðanlega skakið ekki útaf eins hátíðlega og Islending- arnir. Það mátti sjá franskar skútur á miðunum í góðu veðri án þess nokk- ur maður sæist þar á dekki. Þá hefur þeim þótt hann tregur og ekki nennt að hanga yfir þessu og notað tækifær- ið til að skreppa niður og fá sér kexbita og rauðvínssnafs. Tilgerðin á fiskinn var erfitt verk hjá skútu- mönnum. Menn voru að paufast við fiskitilgerðina í myrkri að vetrarlagi og þá oft í misjöfnum veðrum, menn höfðu þá ekki farið í fisktilgerðina fyrr en of hvasst var orðið til að skaka. Karbítljós komu ekki á skútur fyrr en um 1903 og í lestum voru ein- ungis kertaljós, því að þar máttu ekki vera ljósfæri sem einhver lykt var af og þá ekki olíulugtir. Löndunin var erfiðasta verk skútumanna, það bar öllum saman um líka Fransmanninum Yves frænda í sinni sögu. Fransmennirnir stóðu nokkuð einkennilega að verkinu, handlöng- uðu allan fiskaflann á milli sín, mann af manni, og sögðust gera þetta, af því að það færi betur með fiskinn en kasta honum til. Yves frændi, segir frá löndun úr franskri skútu, Bettínu, sem hann var þá á. Það var um miðjan maí, að þeir á Bettínu héldu af miðunum inná fjörð, sem hann ekki nefnir, til að bíða þar flutningaskips. Þeir biðu í fjóra daga inni á firðinum í ágætu veðri og eitthvað hefur liðið úr skrokknum á þeim örmagnanin í þeirri bið, enda veitti ekki af, að þeir væru úthvíldir. í Bettínu voru sextíu tonn af salt- fiski og uppúr skipi, og segir Yves meðalþyngdina hafa verið um 2 kg og sýnir það, að Fransmennirnir hafa dregið mjög ámóta fisk að þyngd og íslendingarnir, en það halda margir, að þeir hafi almennt dregið nokkru stærri fisk. Það hefur ekki verið svo eftir að kútteröld hófst hérlendis, enda stunduðu þá hvorir tveggja sömu mið, sem áður segir hættu Is- lendingarnir fljótt að standa á smá- fiski til að fá mikla fiskatölu. Það varð illa þokkað. Tveggja kílóa skútufiskur uppúr skipi hefur verið um það bil 5 kg. fiskur uppúr sjó, eða 120-40 fiskar í skippund en í skip- pundi voru 600 kg. uppúr sjó, sem fyrr segir. Þegar flutningaskipið loks kom lagðist það síbyrt við Bettínu og skipshöfn Bettínu raðaði sér þá upp og tók til að handlanga fiskinn mann frá manni. Þessi vinnubrögð tóku vitaskuld tímann sinn, fiskatalan hef- ur verið um 30 þúsund og Yves segir löndunina hafa tekið tuttugu klukku- stundir. Tveggja kg. fiskur hefur náttúrlega ekki verið þungur á hönd- um en þreytandi hefur þetta verk verið, enda dregur Yves eða höfund- ur sögu hans ekki dul á það í lýsing- unni sem er svo hljóðandi: „Að umferma sextíu tonn af fiski á þennan hátt, kílómetra langur skyttugangur, tuttugu stundir af tutt- ugu og fjórum við stöðuga vinnu (ekki er þess getið, hvað þeir voru að gera þessa fjóra viðbótartíma) — sem ætlaði að brjóta á mönnum bak- ið og lima af þeim fæturna“ og skip- verjunum á Bettínu þótti: „sem þeir hefðu horfið frá því að vinna eins og skepnur (við færadráttinn) til þess í staðinn að vinna eins og galeiðuþræl- ar.“ Það vekur svo spurningu lesanda, hvernig Frökkunum tókst að brjóta á sér bakið og lima á sér fæturna við þetta verk. Islenzkir sjómenn hafa alla tíð lagt mikla áherzlu á mikil afköst og eru enn líklega eina stétt íslenzks þjóðfé- lags sem getur státað af meiri afköst- um í sínu starfi en gerist með öðrum þjóðum, en yfirleitt er sagður hér- lendis ríkja hægagangur í vinnu- brögðum en á móti langur vinnutími. Sjóverk krefjast yfirleitt mikils vinnuhraða, þau eru þess eðlis að menn verða að flýta sér nær við hvert verk, menn eiga afkomu sína undir miklum afköstum og oft einnig hvíld- artímann, og það er rótgróin lenzka með íslenzkum sjómönnum að hraða sér við vinnu og taka varla svo til hendi að þeir ekki hraði sér hvort heldur er í fisktilgerð eða vinnu við veiðarfæri eða eitthvert viðvik á skipinu. Islenzku skútumennirnir hvorki gátu né hefðu tekið í mál, að standa eins að verkinu og Frakkarnir. Það hefði bæði verið andstætt þeirra vinnuanda og þeir höfðu heldur ekki til þess aðstæður. Löndun íslenzku skútumannanna mátti fremur nefna galeiðuþrældóm en handlöngun Frakkanna og íslend- ingarnir gátu bæði skaddað bak sitt og snúið á sér fæturnar, því að líklega er það heldur djúpt tekið í árinni um Frakkana við handlöngun sín, að þeir hafi „brotið á sér bakið og limað á sér fæturna.“ Engin var bryggjan í Reykjavík til að landa við og skúturnar urðu að liggja framá liöfn og landa öllum afl- anum í uppskipunarbáta og róa þeim síðan til lands og bera þar fiskinn upp á handbörum lengi vel, en síðar not- aðar kerrur. Þetta var feykilega erfitt verk og gat verið hættulegt, ef ókyrrt var í sjóinn á höfninni. Þegar þessu streði var lokið tók við saltburður og útskipun í skútuna, og vatnsburður- inn varð þeim erfiður líka, tóku vatn úr vatnspóstinum uppi í Aðalstræti og fluttu vatnið til skips í tunnum (síðar belgjum) og var þetta náttúr- lega ekki lítið álag á mannskapinn því að allt var þetta átakavinna, en leiðindin ekki jafnmikil og í hand- löngunarkerfi Frakkanna, sem hlýt- ur að hafa valdið einhverjum þeirra sinnisveiki að tína svona einn og einn fisk þrjátíu þúsund talsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.