Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 100

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 100
98 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hverfur hann að þessu mæltu á braut og hrekkur nú Indriði upp og finnst hann sjá á eftir manninum. Ætlaði honum að ganga illa að festa blund á ný en það tókst þó, og svaf hann af til morguns að venju. Næstu nótt leggst Indriði enn fyrir í sömu kojunni og fer það sem fyrr að hinn ókunni gestur kemur að vitja hans. Skipar hann Indriða enn á brott úr koju sinni, en Indriði neitar sem fyrr. Þá snýr maðurinn sér við, þannig að Indriði sér í hnakka hans og blasir þá við honum sundurklof- inn hausinn og sér Indriði beint í gap- andi sárið á hnakkanum og hrekkur hann nú upp með andvælum og setzt framá stokkinn. Sér hann þá hvar maðurinn hverfur út um dyrnar um leið og hann sjálfur vaknar til fulls. Nokkurn hroll setti að Indriða við þetta, en leggst þó fyrir aftur í koj- una, en svaf óvært það sem eftir var nætur, því að honum hafði þótt sýnin óhugnanleg. Næstu nótt sofnaði hann sem fyrr í þessari koju og varð þá einskis var né heldur nokkru sinni, þær nætur sem hann var þarna einn um borð eftir þetta. íslenzk þrjóska hefur birzt í mörgum myndum og nær út yfir gröf og dauða og hefur hinn dáni Frans- maður séð, að frekari ásókn myndi þýðingarlaus. Þriðju söguna, sem hér hefur verið valin með tilliti til öruggra sögu- manna, segir kempan Jón Tómas- son, látinn fyrir allmörgum árum, og var á sinni tíð skútumaður, togara- skipstjóri og útgerðarmaður, og list- málari. Hann var afrenndur maður að afli, Jón iðkaði grísk-rómverska glímu með Sigurjóni á Alafoss. Hann og skynsemdarmaður sem hinir tveir. Mannskaðaveðrið 7. apríl 1906 er öllum minnisstætt, sem annars voru komnir til vits, þegar það var. Það fórust 69 menn í þessu veðri. Einn manna tók út af Valtý, 48 menn fór- ust með skútunum Emelíu og Sophie Wheatly á Mýrunum og loks 20 menn með Ingvari hér á Hjallasker- inu við Viðey og varð mönnum það mesta harmsefnið, vegna þess, að það blasti við fólki héðan úr Reykja- vík, en auðvitað hafa slysin á Mýrun- um gerzt með svipuðum hætti. Eg var á skútunni Hafsteini með Jóni Olafssyni, síðar alþingismanni og bankastjóra, en hann var mikill skip- stjóri. Þetta var mín fyrsta vertíð til sjós. Þann 27. marz vorum við staddir suð- ur á Selvogsbanka og var reytings- fiskur undir. Upp úr hádeginu fór að hvessa af norðaustri og veðurútlitið var skuggalegt. Við fórum því að gera sjóklárt, þrírifuðum og lögðum skútunni til. Það stóð heima, að þegar við höfðum lokið við að ganga frá, var komið kolvitlaust veður. Það sást ekki út fyrir borðstokkinn þá 8 sólarhringa, sem við lágum þarna til drifs. Skipið varðist vel áföllum. Þær vörðu sig endalaust þessar skútur ef þeim var lagt til í tæka tíð, en á for- miðdagsvaktinni þann 4. apríl verður það, að það ríða á skipinu brotsjóir á bæði borð og kaffærðu það, stór- seglsbomban brotnaði eins og eld- spýta og allt ofandekks, fiskikassar og þess háttar hvarf fyrir borð. Þessi ósköp stóðu ekki nema andartak, en þá kyrrðist sjórinn og skútan varði sig, eins og áður. Strax og við fengum færi á og skútan var komin úr kafinu fórum við að dytta að ofandekks, svo sem kostur var á. Þegar vindur hafði gengið til aust- urs og hægt hafði, var tekið til að sigla. Seinni part dagsins stytti upp hríðina og það sá til lands í fyrsta skipti í þessa 8 sólarhringa. Við sáum til jökuls og héldum fyrst, að það væri Eyjafjallajökull, en við nánari aðgát reyndist þetta vera Snæfells- jökull. í stað þess, sem við höfðum reiknað með að driftin yrði mest austur með landinu þessa rúmu viku, sem við lágum til drifs og sáum ekki til lands, hafði okkur drifið meir vestur á bóginn og við vorum því ekki í vafa um hvar við höfðum verið, þegar við urðum fyrir áfallinu mikla, okkur hafði rekið yfir Geir- fuglaskerin. Á þeim skerjum hafa margir steytt og eru fæstir til frásagn- ar og tvær skútur veit ég um, sem örugglega fórust á þessum skerjum — en það er nú önnur saga. Við komumst inn til Reykjavíkur þann 6. apríl eftir 3 vikna túr og höfð- um þá verið matarlausir um hríð vegna þess að eldsneytið var þrotið og við gátum ekki soðið okkur fisk- inn sem var í lestinni. Einnig vorum við orðnir vatnslausir. Þegar við komum inn til Reykja- víkur og lögðumst á höfnina, var veður komið vestan með éljagangi en þó allhægt veður. Við lögðumst fyrir stjórnborðsakkeri í skjóli við Grand- ann og Örfirisey. Kvæntu mennirnir allir hröðuðu sér frá borði, svo sem kvæntra manna er siður, þegar kom- ið er í heimahöfn, en við þrír sem ekki áttum á neitt víst að róa í landi vorum hafðir um borð að gæta skips- ins og átti að færa okkur mat um borð. Það var orðið áliðið kvölds hinn 6. apríl þegar mennirnir fóru í land og var þá vel fært róðrarbát milli skips og iands, og væntum við mats fram til okkar innan ekki langs tíma því að garnir okkar gauluðu orðið svo að heyra mátti langar leiðir. Þessi bátur kom ekki það kvöldið. Hann herti skyndilega veðrið svo að ófært varð um höfnina. Við máttum því enn herða sultarólina. Við slökuðum einum lið af keðju til viðbótar því sem úti var og fórum síðan niður í lúkar og tíndum á okkur allar þær spjarir, sem finnanlegar voru og lögðumst til hvíldar. Við vorum þreyttir og slæptir og sulturinn varn- aði okkur ekki svefns, þó hann væri sár. Ekki höfðum við lengi dormað, þegar við heyrðum að bátur skall í skipshliðinni. Við blessuðum skips- félaga okkar fyrir að brjótast um borð í myrkri og foráttu veðri, og rukum upp að taka á móti þeim. Það reyndist enginn bátur vera við skipshliðina og engan sáum við manninn. Við stóðum nú þarna í hríðinni og myrkrinu ofan dekks og bölvuðum og vissum ekki hvað við ættum helzt að halda um þennan at- burð. Þegar við töldum sýnt, að hér væri enginn lifandi maður á ferð fór- um við niður aftur vonsviknir og hreiðruðum um okkur á ný. Veðrið fór harðnandi og var kom- ið afspyrnuveður. Ekki höfðum við lengi verið niðri, þegar við heyrðum mikinn fyrirgang uppi og var keðjan dregin fram og aftur um dekkið, líkt og verið væri að mana hana, en svo er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.