Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 10
114
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
kann að hafa. Uppþotið á bæjarstjórnarfundinum 30. dezem-
ber f. á. fékk á sig kommúnistiskan blæ vegna þeirra átaka,
sem um sama leyti fóru fram innan verkalýðshreyfingarinnar.
Alvarlegra uppþot og að öllu afdrifaríkara var þó vinnustöðv-
unin við garnastöð Sambands íslenzkra Samvinnufélaga í
Reykjavík, þó að samkomulag kæmist á um, að vinnan byrjaði
aftur 2. ianúar, og enn má hér
11 það, sem gert var
i úr e. s. »GuIlfoss‘
!7. janúar.
í sambandi við
skifti lögreglunnar
af þeim, hefur hún sætt nokkurri
gagnrýni sumra blaðanna. Lög-
reglustjórinn í Reykjavík hefur haft
í ýms horn að líta undanfarið, og
þó minst af störfum hans og lög-
reglunnar almenningi kunnugt, eins
og hann hefur sjálfur sýnt fram
á í ítarlegri grein í dagblaðinU
»Vísi< (42.—45. tbl. þ. á.). Glæpa-
mál eru, eins og mönnum er kunn-
ugt, eitthvert tíðasta efni erlendra
Hermann Jónasson,
lögreglustjóri.
Teikníng eftir Tryggva Magnússon.
blaða. Lögreglustjórinn færir í grein sinni nokkrar ástæður fyrir
því, hvers vegna frekar er kosið »að láta að miklu leyti ríkja
þögn um störf og rannsóknir lögreglunnar í Reykjavík*. Ástæð-
urnar telur hann einkum, »að blaðafrásagnir um afbrot og þess-
háttar auki glæpamensku í hverju landi«, að blaðaskrif um slík
mál sem þessi séu ómannúðleg hér í fámenninu, þar sem hver
þekki annan — og að ókleift sé »að fá dagblöðin til að
segja hlutlaust frá þessum málum«. Hinsvegar séu og ýmsar
ástæður, sem mæli með því, að opinberlega sé skýrt frá
störfum lögreglunnar, líkt og er siður erlendis. Sennilega
mundu blöðin taka að fylgjast betur með störfum lögregl'
unnar og skýra frá þeim daglega, ef þeim væri leyft það-
Hættan, sem lögreglustjórinn sér réttilega við þetta, verður
þá að sama skapi minni sem blöðin gæta meiri samvizkuseW1