Eimreiðin - 01.04.1931, Page 14
118
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
lega skifting þessa margumrædda láns hefur nú reynst þessi
samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra:
Lánsupphæðin er £ 540.000 með gengi 92’/2 = íslenzkar kr. 11.055.000
Sú upphæð skiftist þannig:
Landsbankinn......................... kr. 3.000.000
Búnaðarbankinn......................... — 3.600.000
Síldarbræðslan......................... — 1.300.000
Landsspítalinn......................... — 847.000
Arnarhvoll (skrifstofubyggingin)..... — 351.000
Súðin (strandferðaskip)................ — 231.000
Útvarpið............................... — 152.000
í Hambrosbanka......................... — 265.000
í ríkissjóði........................... — 1.309.000
kr. 11,055.000 kr. 11.055.000
Ríkisskuldirnar taldi ráðherra, að verið hefðu í árslok 1930
kr. 40.210.000. Hann taldi ennfremur tekjuafgang ársins 1930
kr. 81.933, en Jón Þorláksson, 1. landskjörinn þingm., hefur
borið fram fyrirspurn í Ed. um ýms vafaatriði í sambandi við
fjárlagaræðuna og haldið því fram, að raunverulega sé um
6V2 milj. kr. tekjuhalla að ræða á rekstri þjóðarbúsins árið
1930. Gallinn á fjármálaræðunni var aðallega sá, að þar vant-
aði bæði skýrslu um inn- og útborganir og efnahagsreikning
fyrir 1930. Eru það talin ófullnægjandi reikningsskil hjá
einkafyrirtækjum, en þess verður líka að gæta, að hér var
aðeins um bráðabirgðayfirlit að ræða.
Deílan um r'hisskuldirnar hefur verið deilt undanfarið.
tekjuhallann. þeirri deilu að vera lokið nú að mestu.
Aftur á móti er það dálítið ófullnægjandi fyrir
almenning að láta segja sér það úr ráðherrastóli annarsvegar,
að tekjuafgangurinn af rekstri þjóðarbúsins 1930 sé yfir 80
þúsund krónur, en hinsvegar úr þingmannsstóli, að tekjuhalli á
sama rekstri þetta sama ár sé um 6V2 milj. króna. Hvor hefur
réttara fyrir sér, spyr almenningur. Mikið af þeim miljónum,
sem hér er um að ræða, hefur farið til eignaaukningar.
Sumar greiðslurnar er að finna í skýrslu fjármálaráðherra
um skifting enska lánsins 1930. Hinsvegar hafa útgjöldin
farið langt fram úr áætlun. En með því að láta slíkt eiga
sér stað í stórum stíl, misbeitir framkvæmdarvaldið því um-