Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Page 20

Eimreiðin - 01.04.1931, Page 20
124 LISTSKÖPUN OQ KENDAMÖRK eimreiðin tekningar, og eru þeir ef til vill enn þá færri en hinir, sem sviftir eru allri siðferðiskend. Hin sama hneigð kemur frarn hjá fátæku, fáfróðu síldarstúlkunni, sem prýðir herbergið sitt með myndum úr sígarettupökkum, og frægum myndhöggvara, sem skreytir veglegt stórhýsi. — Hér er því um almenna stað- reynd, sálfræðilega og þjóðfræðilega að ræða, sem gefur til' efni til vísindalegra tilrauna og skýringa. Durkheim kallaði þetta fagurfræðilegar staðreyndir, faits esthétiques. — Hið fagra hefur alt af verið aðalviðfangsefni mannlegrar hugsunar, ásamt hinu góða og sanna. Vildi ég í þessu greinarkorni athuga hina sérstöku þrá og þörf mannsins til að skapa listaverk. En vegna þess, hve efnið er umfangsmikið og hægt er að rannsaka það frá rnörgum sjónarmiðum, þá vel ég að eins eitt af mörgum, og ræði um listsköpun mannsins og samband hennar við tilfinningalíf hans. I. 011 listastarfsemi er uppfundning; en öll uppfundning eða skapandi starfsemi hugsunar vorrar er knúin fram af áhuga, þrá, þörf, sem krefst fullnægingar. Með öðrum orðum, til- finningarástand er að baki öllu skapandi starfi. Ef ég hefði enga löngun eða þörf til að gera þetta eða hitt, þá gerði ég það ekki. Tökum dæmi: Vélfræðingur nokkur sér ýmsa galla á gufuvél, er knýr skip áfram. Honum kemur til hugar að rannsaka nákvæmlega í hverju gallar þessir felist, ráða bót á þeim, smíða aðra vél, sem yrði ódýrari í rekstri, fyrirferðar- minni, endingarbetri o. s. frv. Hann beinir nú huga sínum að þessu vísindalega verkefni, og gerum ráð fyrir, að honum takist að endurbæta gufuvélina. — Það er auðsætt, að upp' fundning þessi er um leið hagnýt. Hún er gagnleg og þjónar vissum tilgangi — og vélfræðingurinn gleðst nú yfir uppfundn- ingu sinni, er hann sér, að hún verður heiminum að gagni og sjálfum honum til fjár og frama. í öðru lagi fylgja tilfinningar allri skapandi starfsemi. Þegar vélfræðingurinn, í dæminu sem vér tókum, vann að urnbótum gufuvélarinnar, fann hann á hverju augnabliki til vissrar kendar. Er hann sá, að hann var á góðri leið með að ráða fram úr verkefninu, þá gladdist hann. Aftur á móti fann hann til gremju>
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.