Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Page 26

Eimreiðin - 01.04.1931, Page 26
130 LISTSKÖPUN OQ KENDAMÖRK eimreiðin b) Fullnaðarframkvæmd listaverksins. Listamaðurinn leitast nú við að gefa hverri hugmynd fullnaðarform og samræma hvern einstakan hluta verksins við heildina. * * * Vér höfum haldið fram, að listamaðurinn, og þá einkum skáldið, sé um fram alt maður, sem skynji náttúruna sem ótæmandi uppsprettu margvíslegra kenda, og því næst, að hann sjái heiminn í gegnum list sína, vegna meðfæddra hæfi- leika og hneigða, vegna langrar mentunar og venju. En vér höfum ekki viljað halda fram, að listamaðurinn sé alt af bund- inn á klafa listar sinnar; það væri að greina hann um of frá öðrum mönnum, gera hann að yfirmenskri eða ómannlegri ófreskju, sem starfaði að mestu fyrir utan lífið sjálft. Það er ekki unt að greina »listamanninn« algerlega frá »manninum«, því að »listamaðurinn« er að eins hluti af persónuleika manns- ins, en persónuleikinn er órjúfanleg heild. Því er heldur ekki hægt að greina listina algerlega frá öðrum starfssviðum í lífinu. Listamaðurinn er ekki nein ómannleg vera, sem hefur sett sig út eða upp yfir alt mannlegt í lífinu. Hann gleðst og hryggist mannlega alveg eins og aðrir, og getur hann því tekið sér í munn þau orð, er Shakespeare lætur gyðinginn Shylock segja í »Kaupmanninum frá Feneyjum*: »Ef þér stingið oss (þ. e. Gyðingana), blæðir þá ekki úr oss? Ef þér kitlið oss, hlæjum vér þá ekki? Ef þér byrlið oss eitur, deyjum vér þá ekki? Ef þér skapraunið oss, hefnum vér vor þá ekki?« — Það er að eins á vissu augnabliki, að lista- manninum kemur í hug, að gera listaverk úr tilfinningum sínum. Það er þá, að þörfin vaknar hjá honum til að mynda úr þeim verk, sem stendur. Það er þá, að Iistastarf hans byrjar. Hann finnur til kendar, en á vissu augnabliki sigrast hann á henni, skilur sjálfan sig frá henni að nokkru leyti, klýfur sig í sundur. Því næst mætir kendin ímyndunaraflinu. Hann vefur tilfinningar sínar í draumóra hugmyndaflugsins, og þessir draumórar taka á sig nokkuð ólíkan blæ eftir gerð (type) ímyndunar hans. Setjum svo, að hann hafi séð aum- legan betlara eða fagra unga stúlku á götunni. (Jtan um til- finningar þær, sem eymd betlarans eða fegurð konunnar vöktu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.