Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 28
132 LISTSKÖPUN OQ KENDAMÖRK eimreiðin renningum þeim, sem aldrei komast í framkvæmd. Hve margir eru ekki skáld í draumum sínum! Eru ekki allir dagdraumar skáldskapur? En hve fáir eru þeir þó, sem eru skáld! Hugsun er nauðsynlegur undirbúningur allra verka, sem skynsemi krefjast. Skáldið er því draumóramaður, en hann er meira: Hann er maður, sem getur sýnt öðrum draummyndir sínar, látið þær lifa í öðrum, knúið aðra til að lifa þær upp. Það hefur verið sagt, að hugsunin nái aldrei veruleikanum oð málið aldrei hugsuninni. Hin síðari staðhæfing á einkum við hina skáldlegu hugsun, sem þrungin er tilfinningu, og oft ma því fremur kalla kend en hugsun. Fyrst og fremst er ekki hægt að lýsa sumum tilfinninga-ástöndum, og verða þau þv> ekki blásin öðrum í brjóst með neinu því ytra formi, sem hugsun vor getur klætt sig í. — I öðru lagi er eitthvað ósegjanlegt í hverri tilfinningu; hver tilfinning geymir eitthvað, sem ómögulegt er að láta í ljós. Skáldið glímir því löngum við að reyna að segja hið ósegjanlega. Þegar listamaðurinn lifir í draumaheiminum, er hann frjáls; þegar hann byrjar glímu sína við efni og form, verður hann að svifta hugsun sína að nokkru leyti þessu frelsi. Alt erfiði hans og vinna hefur það markmið að láta í ljós hugarástand sitt á máli, sem vakið getur svipað hugarástand hjá öðrum. Að yrkja er því ekk> minni greindarþraut en önnur skapandi starfsemi. Þar, eins og annarstaðar, dæmir maðurinn sjálfan sig með verkum sín- um og getu. Er því fjarstæða að halda fram, að listamenn séu lægri vitsmunaverur en aðrir menn. Hinsvegar er það líka jafnfávíst, þegar sumir listamenn eru í gremju sinni að burðast við að hnýta í vísindi og fræðimensku, og halda að vísindamenn séu uppþornuð og visin strá, en þeir sjálfir hin grænu trén. — Venjulega gerir almenningur sér mjög rangaf hugmyndir um starf skáldsins. Menn halda, að það, sem létt og Iiðugt er kveðið, hafi hlotið að renna upp úr skáldinU næstum fyrirhafnarlaust og í því formi, sem það kemur les' andanum fyrir sjónir. Fátt er fjær því sanna, og er hægt að hafa fyrir sér revnslu margra stórskálda heimsins í því efni- Má sjá á uppköstum að ritverkum og kvæðum, sem þeir hafa látið eftir sig, eftir hvílíkt fálm og tilraunir þeim hepnast loks að láta það í ljós, er í huga býr. Margir, sem yrkja mikið 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.