Eimreiðin - 01.04.1931, Síða 60
eimreiðin
Þrjár ljóðaþýðingar.
Ég hélt að þú svæfir —
(Verner v. Heidenstam).
Ég hélt að þú svæfir, mitt hjarta,
en hvíldarlaust ertu sem fyr,
og öllum vorsins áttum
standa’ opnar þínar dyr.
Þá röddu, sem tekur þig töfrum,
skal mér takast að svæfa í þér.
Ég vil gera’ úr þér þögult og harðlæst hof
og helga þig sjálfum mér.
Því að nú er ég herra þinn, hjarta,
og ég hasta á stormanna ljóð. —
Mín vorsaga, berstu’ út í bláinn,
sem bergmál af hálfkveðnum óð.
Monika.
(O. Levertin).
Haustlaufin falla, Monika móðir,
mjöllin flögrar um sleginn teig.,
Frostsins gustur um fölar slóðir
fyllir hjarta mitt dimmum geig.
Þung og máttvana er þráin mín,
þrotlaus vegurinn heim til þín.
Álút þú situr við aringlóð veika,
ótt gengur skyttan með hárauðan þráð.
Hárauðir glampar um hærurnar leika,
hvarfla um andlitið dulrúnum skráð.
Meðan slær súgi í syfjaðan eld,
syninum þínum þú vefur feld.
Luktur er munnurinn, málþreytt tunga,
myrk hafa augu þín starað sig.
Á