Eimreiðin - 01.04.1931, Side 62
166
ÞRJÁR LJÓÐAÞÝÐINGAR
EIMREIDIN
Skólasöngur.
(Viggo Stuckenberg).
Vndisdraumur, æskuvíma
endist skamma hríð.
Ævi manna alla tíma
er og verður stríð.
Einungis með völdum vopnum
verður sundum haldið opnum,
og á lífsins böl og blekking
bítur að eins þekking.
Hvort að sigri hrósa máttu,
hvort þín bíður tap,
skiftir litlu, ef aðeins áttu
andans höfðingsskap.
Tíminn heimsins hnossum eyðir,
hugsun mannsins ekkert deyðir.
Kynslóðanna kumlum yfir
kjarni hennar lifir.
Bak við letrið löngu skrifað
lærðu að heiðra spor
manna, er hafa líka lifað,
litið sól og vor,
manna, er ruddu, manna, er skýldu,
manna, er stríddu og þreyttir hvíldu,
reifir hverjum morgni mættu,
moldir tárum vættu.
Lærðu af horfna hópsins striti,
hvers þín iðja er verð,
sjóddu úr þínu og þeirra viti
þér og öðrum sverð.
Neyttu snilli eigin anda,
ekkert mun þá fyrir standa,
þótt sé langt á hæzta hólinn,
— heill þá gefur skólinn.
Magnús Ásgeirsson þýddi.