Eimreiðin - 01.04.1931, Qupperneq 76
180
RAUÐA DANZMÆRIN
EIMREIÐIN
»Þér verðið að herða yður upp,« sagði hún. »Hvernig vaeri
að danza einn danz? Þér eigið á hættu að gleyma Iist yðar,
og svo hafið þér heldur aldrei lofað ohkur að sjá, hver snill-
ingur þér eruð?«
Mata Hari lét ekki segja sér þetta tvisvar. Þarna í skugga-
legum klefanum danzaði hún með lífi og sál, í viðurvist nunn-
anna tveggja, og gleymdi öllu öðru, gleymdi kvíða sínum,
gleymdi aftökunni, sem framundan var, gleymdi örlögum sín-
um, í hrynjanda danzins.
Atburðunum í klefa nr. 12 aftökudaginn hefur svo oft verið
lýst með vafasömum viðaukum, að hér verður að eins stuðst
við frásögn tveggja viðstaddra, sem báðum ber saman hvorn
við annan. Aftökustundin hafði verið ákveðin kl. 5,47 fyrir
hádegi. Klukkustundu áður komu hermennirnir saman í fang-
elsinu til að búa sig undir hið ömurlega starf, er þeir skyldu
inna af hendi.
»Hún er sofandi,« sagði fangavörðurinn, þegar komið var
að vitja klefans.
Clunet grípur til örþrifaráða.
í þessu bili bættist maður í hópinn, sem hermennirnir hefðu
helzt af öllu kosið að vera lausir við. Það var gamli lög-
maðurinn, sem ötullegast hafði barist fyrir frelsun njósnarans
H 21. Þeir, sem áttu að sjá um aftökuna, höfðu heyrt ávæn-
ing af því, að á leiðinni til aftökustaðarins mundi verða gerð
tilraun til að bjarga fanganum. Vörðurinn hafði því verið
aukinn, en þó var uggur í hermönnunum. Ef til vill ga*
Clunet lögmaður frætt þá um, hvernig sakir stæðu.
»Það er einhver orðasveimur um, að það eigi að gei"a
árás á okkur og bjarga Mötu Hari,« sagði yfirforinginn við
Clunet. »Hafið þér heyrt nokkuð um það?«
»Nei, ég hef ekkert heyrt, en ég verð að láta ykkur vita,
herrar mínir, að aftakan getur ekki farið fram nú. Ég mót-
mæli því og skýrskota til 27. greinar í 1. kapítula I. bókar
hegningarlaganna.«
Hermennirnir stóðu höggdofa af undrun, enda höfðu þeir
ekki hugmynd um hvað það var, sem lögmaðurinn var að
vitna í. Hann varð að skýra þetta nánar. Clunet lét ekki