Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Page 96

Eimreiðin - 01.04.1931, Page 96
200 NÝTT ÍSLENZKT LEIKRIT eimreiðiN nokkru sambandi við Alþingishátíðina, að því er kemur fram hjá höfund- inum í síðari hluta leiksins. Hvert er nú það hið mikilvæga siðalögmál, sem skáldið er að rök- ræða við lesendur sína og láta leikendurna sýna áhorfendunum í þessum sjónleik? Og hvernig hefur höf- undi tekist að setja leik sínum þau takmörk, að full áhrif verði að? — Fyrsti, annar og þriðji þáttur gerast á sveitabæ á Islandi. Ungur, framgjarn og fégjarn bóndi er að taka við búinu af móður sinni, sem er orðin gömul og las- burða. Hallsteinn bóndi er ákveð- inn í að margfalda eigur búsins, hvað sem það kostar, en honum er borið á brýn og ekki að ástæðulausu, að hann sé bæði geðvondur, skömmóttur, óbilgjarn, vinnuharður, ráðríkur og ágjarn. Bæði vinnufólkið og móðir hans fá að kenna á þessum skapbrest- um hans. En þegar Dóra kemur á heimilið, verður Hallsteinn ástfanginn af henni, og í augna- blikseldmóði þeim, sem ást hana skapar, lofar hann að bæta ráð sitt. „Þetta er náttúrlega enginn vandi", segir Dóra, og Hallsteinn þykist einnig viss um að svo sé ekki. En vandinn er meiri en Hallsteinn hyggur. Trunt, trunt og tröllin í fjöll- unum hafa náð meiri tökum á Hallsteini en út lítur fyrir í fyrstu. Höf- undurinn notar þjóðsöguna um trunt, trunt og tröllin sem líkingu upp á ofurvald það, sem Iestirnir geta náð yfir sálum manna, ef engin er mót- staðan. Halisteinn metur meira valdadrauma sína og vonina um fé og frægð en ást sína til Dóru. Dóra elur honum son sama daginn sem hann stendur í samningum við ríka ekkju um ráðahag. Dóra deyr af barns- förum og meðfram út af svikum Hallsteins og ónærgætnislegum aðförum hans. Af ráðahagnum við ríku ekkjuna verður að vísu ekki, og elur Hallsteinn upp son Dóru, en vill þó ekki við hann kannast sem sinn son. Barnið mætir ekki öðru en hörku og kulda hjá föður sínum. Það hefur að vísu flogið Hallsteini í hug að gangast við syni sínum og jafn- vel að arfleiða hann, en þetta góða áform hans verður að víkja fyrir öðru lakara. Og honum finst ekkert liggja á með góðverkið, því dauð- inn sé langt undan og alt af nógur tíminn til að bæta ráð sitt, ef það skyldi einhvern tíma reynast ómaksins vert. En dauðinn kemur áður en varir. Hallsteinn verður bráðkvaddur á hlaðinu heima hjá sér, rétt áður Haralduv Biörnsson í hlutv. Hallsteins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.