Eimreiðin - 01.01.1932, Page 16
4
BALDUR SVEINSSON
EIMREIÐIK
Þér eitt var gleymt að gefa:
hinn gamla, harða vetur.
En eðli hans og ðgnir
samt enginn skildi betur.
Því braustu af brauði þínu
og barn og snauðan saddir,
í mjúkum föðurfaðmi
hinn fallna og sára gladdir.
Þú mætavel það vissir,
ef veröld bæta skyldi,
að óskavopnið eina
er ást og bróðurmildi.
Og sannlega sá er mestur,
þótt sé af fáum kendur,
sem geymir ilm og geisla
og gefur á báðar hendur.
III.
En handa okkur hinum,
sem höfðum nóg að borða,
af auðlegð margra alda
Þú áttir mikinn forða.
því fjöld þú vissir fræða
um forlög manna og þjóða.
En efst og yngst í minni
var alt hið fagra og góða.
Hið fáa, er flestir kunna,
þú frægja þurftir eigi.
Hið marga, gleymt og grafið
Þú greipst af þjóðarvegi-
Svo ör á auðlegð sína
þér íslenzk veitti tunga
af gleði hlátra hljómum
og harmsins dypt og þunSa'
Svo mjúkt þú Iyftir Ijóði
sem lækur smár á engi-
En óminn fylti elfur,
sem átti þúsund strengi-
Svo málsins tign og töfrar
á tungu þinni hlóu,
að huldur gullnar hörpur
í hamri og fossi slóu.
IV.
Á skóginn skýja bláa
þitt skeið er hafið, vinur.
Ég veit á vegi fagur
þér verður margur hlyuur-
Og þar mun grasið gróa
hið grátna, horfið sýnum.
Og gakk því heill að heim3'1
í hóp með vinum þínum-
]ón Magnússon-