Eimreiðin - 01.01.1932, Page 90
78
LIFNAÐARHÆTTIR ÁRIÐ 1950
eimreiðiR
Hús, bygt úr elmi (alúminium). Húsið vakti mikla athygli á sýningu
einni, sem nýlega var haldin í New York.
verða í hverju húsi. Stórborgarskarkalinn, sem er eitthvert
mesta mein fyrir taugar nútíðarmannsins, verður þá alls ekki
til lengur. Að minsta kosti á hans ekki að verða vart í hús-
um inni.
Ávinningurinn við það, að gluggar hverfa úr sögunni, er
fyrst og fremst fólginn í því, að hitaeyðslan verður miklu
minni en áður. Nú veldur gluggarúðan þrefalt meiri hitaeyðslu
en jafnstórt veggmál. Glerið, sem notað verður í híbýlUIT1
framtíðarinnar, verður þannig úr garði gert, að engin slík
hitaeyðsla geti átt sér stað.
Alt loft innanhúss verður auðvitað hreinsað með vélum. 1
borgunum verður það ekki Ieitt inn um glugga frá rykugunl
strætum eða þröngum húsagörðum, heldur verður það lei^
gegnum pípur og hreinsað úr því alt ryk, gerlar og önnuf
skaðleg efni, útfjólubláir geislar verða látnir hlaða það orku>
og þannig endurnýjuðu verður því veitt inn í herbergu1-
Hvert herbergi fær sinn afmældan forða af útfjólubláurn
geislum, sem á að drepa alla sýkla og koma í veg ívr,r
smitandi sjúkdóma. Hitann í herbergjunum á að vera hægi