Eimreiðin - 01.01.1932, Page 126
114
KREUTZER-SONATAN
EIMRElÐlN
»Þau léku Kreufzer-sónötuna eftir Beethoven. Þekkið þer
fyrsta kaflann: Presto? Húh! Úh-húh! Hún er hræðileg, þessi
sónata! Einkum þessi kafli. Vfirleitt er tónlistin hræðilegt
fyrirbrigði. Eg skil hana ekki. Hvað er tónlistin eiginlega?
Hvað er það, sem hún seiðir fram í huga vorn? Og hvernig
stendur á töfrum hennar? Það er sagt, að tónlistin hrífi, lyffl
mannssálunum til hæða. — Bull og ósannindi! — Hún hrífur
að vísu — já, hún hrífur oft hræðilega — ég tala hér um
sjálfan mig — en hún lyftir ekki sálum manna til hæða.
Hún hvorki lyftir né lamar. Hún rótar upp í mannssálunum-
Hvernig get ég bezt komið orðum að því, sem ég á við?
Tónlistin knýr mig til að gleyma sjálfum mér, gleyma mínu
rétta eðli, hún flytur mig undir áhrif annars eðlis, sem er
mér óþekt. Undir kraftböndum tónanna finst mér ég öðlast
reynslu, sem er þó ekki mín, skilning, sem þó er æðri mínum
skilningi, mátt, sem er meiri en ég hef nokkurntíma átt til.
Það er eitthvað líkt með tónlistina eins og geispa eða hlátur-
Menn geispa þegar aðrir geispa, án þess þó að vera syfjaðir.
Og menn hlæja þegar aðrir hlæja, án þess þó að nokkuð
þurfi að vera til að hlæja að. Tónlistin varpar mér skyndilega
og óviðbúið í sama ástand eins og tónsmiðurinn var í, þegar
hann samdi verk sitt. Sál mín og sál hans renna saman >
eitt, og hvert einasta öldufall á hafi hugar hans endurtekst
í mínu eigin brjósti. En hversvegna þetta er svona, það veit
ég ekki. Sá, sem samdi — við getum tekið Beethoven til
dæmis, er hann samdi Kreutzer-sónötuna — vissi vafalaust,
hversvegna hann var undir þeim geðhrifum, að hann gat in<
verkið af höndum, og þessvegna var þá líka meining í þess'
um geðhrifum fyrir hann, en engin meining í þeim fyrir mið-
Þessvegna er það líka einkenni á tónlistinni, að hún rótar
upp, æsir, án þess að athöfn fylgi. Að vísu eru til undan-
tekningar, eins og þegar hermenn fara eftir hljóðfæraslaetti á
hergöngu, þar riæst tilgangurinn með hljóðfæraslættinum, eða
þegar leikið er undir danzi og maður fær sér snúning, -— e®a
þegar menn ganga til altaris undir sálmasöng í kirkju. En oftasí
ná ekki áhrifin lengra en það að koma róti á hugann, æsa, an
þess að til athafna dragi. Það er einmitt þetta, sem gerir það
skiljanlegt, að tónlistin geti stundum verkað hræðilega á mann.