Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 32
37G
HEILSULINDIRNAR í KARLSBAD
EIMREIÐIN
í sum gistihúsanna og veitingastaðanna er mikið borið.
Ætluð fyrir ameríska miljónamæringa og annað ríkt í'ólk-
Flest bygð fyrir stríð. Hefur nokkrum þeirra orðið hált á
svellinu á kreppuárunum. Rekin með tapi og' eiga ekki fyn1'
skuldum. Virðist svo sem seinni árin sé lögð meiri áherzla
á að hafa dvalarstaði við allra hæfi. Enda eiga t. d. sjúkra-
samlög, innlend og í nágrannalöndunum, nú Iieilsuhæli og
gistihús í Karlsbad, sem mjög (idýr er dvölin á.
Úr goslindinni (»Sprudel«) er unnið árlega mikið af svo-
nefndu Karlsbad-salti. Fæst það í lyfjabúðum um allan heim.
og er mikil útflutningsvara.
Eins og fyr segir, dvaldi ég í Karlsbad í sumar. Var jmð
að læknisráði, mér til hvíldar og heilsubótar. Fann ég fljótb
að mér varð gott af dvölinni, og enn betur á eftir. Þekki eg
marga, sem bafa sömu sögu að segja.
Varla leið svo dagur, að ekki væri að þvælast fyrir mér 1
huganum þessi spurning:
Hvers vegna notum við Íslendingar eklci heitu og volgu lind-
irnar okkar á sama hátt og gert er i Karlsbad og víðar?
Eg veit, að ég ei ekki sá fyrsti, sem kasta fram slíki*
spurningu. En hvað hefur verið aðhafst liingað lil á íslandi
í þessu efni?
Mér vitanlega liefur aldrei verið gerð nákvæm, vísindaleg
rannsókn á vatninu í hverum, laugum og linduni á íslandi
með heilsugildi þess lyrir augum, lil laugunar eða drykkjai-
Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri mun bafa leitað að radi-
um á nokkrum hverasvæðum á íslandi fyrir tæpum manns-
aldri síðan. En almenningi mun ókunnugt um niðurstöðn
þeirra rannsókna.
Við vitum öll, að notkun beita vatnsins hefur verið mj°»
á dagskrá á íslandi á seinni árum. Langt er síðan farið va
að nota það til þess að lauga sig i. Mörgum hefur fundisl
það gott og »holt«. En enginn veit um ástæðurnar, af hveij11
það er »holt«, hvernig efnasamsetning vatnsins er og hve^
kyns eru álirif þess. Og enginn veit, hvort það er bæft
drylckjar lil heilsubótar. Liggur við að ekki sé vansalaust, a
þetta hefur verið látið órannsakað.