Eimreiðin - 01.10.1936, Qupperneq 86
430
TVÖ LJÓÐABRÉF
EIMREIÐlN
Er nú dauðinn á honum;
ekki er að gráta og trega,
]iví fræðigreinar frá honum
fékk ég mátulega.
Af því brestur efni mig,
sem auka bögu kynni,
finst mér bezt að fræða ])ig
á ferðasögu minni.
Þegar ég steig fæti á fley,
fallega þó að viðri,
„fjandinn æpti fussum svei“,
fýla var þar niðri.
Hrynuþar börn með hljóðin stinn
heljar fram í rökkur,
og margur fanst mér maðurinn
myrkur á svip og dökkur.
Þó mér litist á þá ei,
mig aldrei gaf að slíku,
flest voru þetta flækingsgrey,
sem fóru til Ameríku.
Fáir hæidu heimkynni,
liér voru mældir pallar,
griðkur ældu gapandi,
af göflunum skældust allar.
í liarla margar hrellingar
mig hrylti niður að stíga,
þar voru kararkerliugar
í koppana sína að miga.
Dvaldi ég þar um daga þrjá
og daunilt þótti vera,
aldrei skal ég, ef ég má,
oftar þetta gera.
Þegar ferðin úti er,
og ég við sandinn lenti,
upp í borg ég arka fer
eftir logementi.
Ég prútta við marga prangara,
en piltrinn trú ég strandi
hjá Maxwell bókamangara
i meira en gyltu bandi.
Þar var matur borinn á borð,
bölvað sem ég skopa,
dýrmætt var þar drottins orð
drukkið með hverjum sopa.
Konan gamla valin og væn.
vist skal ég það meta,
karlinn lengi lá á bæn,
loks var farið að éta.
Undi ég við enga sorg,
eins og séð þú getur,
' ellefu daga í Edinhorg
og einum þremur betur.
Þó ég ætti’ ei á því von,
einn þar hitti ég landa:
meistara Eirik Magnússon,1 2)
mundi til íslands standa.
Sagðist hitta séra Pál-)
og seggi á Austurlandi,
blindfullur með bankamál
bölvaði sótragnandi.
Gaman hafði ég segg að sJíl
seint á dimmu kveldi
fylgdi ég honum fram á sJa
fyrr en burt ég héldi.
1) bókavörð í Cambridge.
2) Séra Pál Pálsson í Þingmúla, móðurbróður höf.