Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 55
fcIMREIO!N
OSKJUFERÐ SUMARIÐ 19R(j
399
l'allaður Loki eða jafnvel Lokkur, en nafnið dregur hann af
^nglendingnum W. G:. Lock, er fór í Öskju 1878. Gerir Þorv.
Ihoroddsen heldur lítið úr honuin og kallar hann „Hrein-
(Iýra-Lock“, hvað sem hann nú meinar með því. Beint fram
l'ndan sjáum við grunt skarð í fjöllin. Bratt er upp í það, og
niun vera torsótt leið. Það er hið svokallaða Jónsskarð, sem
°ft er farið, þegar farið er í Öskju. Heitir skarðið eftir Jóni
^orkelssyni bónda í Víðikeri, er gekk á skíðum við annan
'nann í Öskju um hávetur 1876, árið eftir vikurgosið mikla
* ^yngjufjöllum. Munu þeir hafa fundið skarðið og farið
^yrstir manna. Upp við fjöllin riðum við yfir víðáttumikla
Sanda og komum í mynni Dyngjufjalladals, beygjum lítið
til suðvesturs og höldum inn dalinn. Dyngjufjöll gnæfa yfir
^ vinstri, roðuð í kvöldsólarskini, en langur og tiltölulega
ingur fjallsrani er vestan við dalinn, Dyngjufjöll ytri. Við-
stöðulítið höfum við haldið áfram í tæpa 8 tíma frá Svartár-
k°ti, er við tjöldum í Dyngjufjalládal nálægt miðjum. Verk-
11 ,u er skipt. Sumir reisa tjöld og hera grjót á skarir og stög,
nðrir leysa upp baggana og gefa hestunum, standa yfir þeim,
Sv° allir fái jafnt, og varna þess, að þeir híti hver annan og
berji til óbóta. Baráttan um fæðuna er hörð, einkum þegar
b,in er af skornum skamti. Bráðlega suðar „prímusinn“ í
^jáldinu, og stúlkurnar „bera á borð“. Borðið er hálflaus
Vlkursandurinn og borðdúkurinn lúið bréf, sem breitt er
°fan á tjaldbotninn. Þó fátt sé um „þægindi“, skipa gleði og
nnægja öndvegi, svo vart mun betur í margri dýrindisveizl-
llllni í bygð og borg. Hann Díli, rakkinn frá Víðikeri, sem
tylgir okkur, situr við tjalddyrnar og gætir að öllu sem vendi-
egast. Hann er fríður og þriflegur, andlitið broshýrt, og
stundum bregður fyrir glettni í módökkum augunum. Nú er
ann orðinn þrejdtur og farinn að verða sárfættur. Hann
C11111 hefur ekki matarlyst, tekur aðeins við bitunum, sem hon-
,llrn eru réttir, staulast með þá nokkuð frá og grefur þá kyrfi-
ega í sandinn.__________
Una
Kvöldhúmið sígur yfir. Hestarnir eru búnir með heytugg-
°g eru bundnir saman. Við skiftum nóttinni til að vaka
þeim, tveir í hverja 2 tíma, hinir búast til svefns. Ofurlítill
Ur kemur ofan lir gilskorningi uppi í fjöllunum