Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 17
E'M REIÐIN
NORRÆN SAMVINNA
361
lönd oss holl, í öðrum ekki. Hér verður að ráða skynsamlegt
Val» eins og í öðrum efnum. Norræn hreyfing nær miklu lengra
en unr Norðurlöndin. Heilt heimsveldi byggir að nokkru leyti
a henni heimspelíi síiia um þessar mundir. í hinum enska
heimi eykst áhuginn fyrir norrænum fræðum stöðugt. íslands-
vmafélög spretta upp hér og hvar um alla Evrópu. íslands-
vinafélagið þýzka hefur starfað í meira en tuttugu ár og gefið
ut vandað timarit um íslenzk efni. Við háskólann í Greifswald
1 Þýzkalandi er gefið út tímarit um Norðurlanda-málefni, og
er tíniarit þetta að mörgu ágætlega úr garði gert. Síðasta hefti
argangsins 1935 var eingöngu helgað íslandi. Fræg er og Fiske-
stofnunin í Ithaca í Bandaríkjunum og tímarit hennar, Is-
landica. Mörg. fleiri tímarit og félög, helguð norrænum efn-
Um, mætti nefna víðsvegar um Evrópu og Ameríku. Islenzkar
tornbókmentir eru sá brunnur, sem norrænar þjóðir ausa af.
Eðlilegast væri að ísland yrði miðstöð norrænna fræða-iðkana.
^n því máli miðar hægt, þrátt fyrir norrænudeild háskólans.
ttg hvað líður endurheimt íslenzkra skjala? Er ekki einmitt
Urn þessar mundir verið að tryggja það, að miðstöð norrænna
træða fái aldrei fluzt þangað, sem hún á heima?
Þátttaka vor í norrænni samvinnu er æskileg' og sjálfsögð,
et hún aldrei veiltir meðvitundina um hlutverk vort sem þjóðar
ineð dýran arf og torfengið frelsi, sem hvorttveggja verði að
avaxta á þeim tímum, sem í hönd fara. Og norræn samvinna
er heillavænleg, sé hún borin uppi af réttlæti og sanngirni
attra aðila. Þá fyrst má líka vænta þess, að rætist ósk skálds-
Uls» í kvæðinu hér á undan, til Norðurlanda:
„Af dáðum nýi-ra daga, göfgu starfi
og drengskap fornum magnist ykkar hróöur!“
29. október 1936.
Sveinn Sigurðsson.