Eimreiðin - 01.10.1936, Síða 92
EIMREIÐIN
436 HRIKALEG ÖRLÖG
dró mig í vaðnum á eftir sér ríðandi að minsta kosti hálfa
mílu vegar.“
Að þessari augljósu skýringu hló liðþjálfinn fyrirlitlega,
og þegar á eftir flýtti ungi liðsforinginn sér á stað til að sækja
el Commandnnte.
Hann kom að vörmu spori, hinn grindhoraði og ófrýnilegi
virkis-foringi, klæddur slitnum einkennisbúningi, gulur í and-
liti og þjösnalegur í framkomu. Með fnæsandi röddu skýrði
hann liðþjálfanum frá því, að fangarnir yrðu ekki skotnir
fyr en um sólarlag. Liðþjálfinn spurði þá, hvað hann ætti að
gera við þá þangað til.
Virkisforinginn skimaði grimdarlega um virkisgarðinn,
benti svo á dálitla varðstofu, líkasta fangaklefa, sem fékk
Ijós og loft aðeins inn um einn glugga með gildum járnsláin
fyrir, og sagði: „Rekið þorparana þarna inn!“
Liðþjálfinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, kreisti hnefann
fastar um stafinn, sem hann bar til merkis um tign sína, ng
skipaði með hárri röddu að framkvæma þetta þegar í stað.
Þegar honum fanst Gaspar Ruiz fara sér of hægt að hlýða, slo
hann með staf sínum um herðar honum og höfuð. Gaspai'
Ruiz nam snöggvast staðar undir þessari barsmíð og heit a
vörina. Það var eins og hann væri að brjóta heilann um eitt-
hvert mjög torvelt viðfangsefni. Svo hélt hann áfram, án þess
að fljda sér, á eftir hinum föngunum. Dyrunum var lokað-
og liðþjálfinn stakk lyklinum i vasa sinn. Klefinn var svo
þéttskipaður föngum, að hvergi var svo mikið sem lófastórt
rúm, og um hádegið var hitinn orðinn óþolandi þarna 1
þrengslunum. Fangarnir tróðust að glugganum og grátbændu
varðmennina um vatnsdropa. En hermennirnir lágu endilangu
í öllum krókum og kymum, þar sem skugga bar á, og dvra-
vörðurinn sat uppi við vegginn og reykti vindlinga. Öðru hvoi'U
sperti hann hrýrnar og setti upp heimspekilegan svip, en
hann hreyfði hvorki hönd né lot. Gaspar Ruiz hafði með helj"
arafli rutt sér braut að glugganum. Brjóstkassi hans hinn uni-
fangsmikli virtist þurfa miklu meira loft en hinna. Stórskorið
andlitið hvildi með hökuna á múrbrúninni, og hann þrýst*
því þétt upp að múrslánum. Það bar af andlitum allra hinna,
sem þyrptust að til að ná í loft. í stað hæna og kveinstafa ráku