Eimreiðin - 01.10.1936, Qupperneq 63
EIMREIÐIN
Rökræður
l*iii búnaðar- og' gengismál.
Orðaskifti ]iau, sem spunnist kafa
hér i ritinu út af atvinnu- og gengis-
málum i sambandi við ummæli hr.
Halldórs Jónassonar i yfirlitsgrein
hans um ísland 1935 (Eimreiðin, 1.
hefti ]). á.), hafa orðið miklu um-
íangsmeiri en svo, að þau verði leng-
Ur takmörkuð við það rúm, sem ætl-
að er i hverju hefti fyrir bréfabálk
Radda. í Röddum 2. heftis þ. á. birt-
ust þrjár fyrirspurnir frá lir. Tryggva
Kvaran, sóknarpresti á Mælifelii í
Skagafirði, til Halldórs Jónassonar, og
svaraði hann þeirn í Röddum siðasta
heftis. Nú hafa Eimreiðinni borist
tvær ritgerðir i bréfsformi frá sömu mönnum, þar sem haldið er áfram
vökræðum um ])essi sömu mál og gerð tilraun til, út frá tveim ólikum
sjónarmiðum, að gagnrýna itarlega og með rökum ástandið í landinu.
Séra Tryggvi Kvaran er ófáanlegur til að fallast á þá skiftingu land-
húnaðarins, sem H. J. hefur notað, og er ennfremur ákveðinn fylgis-
maður gengislækkunar, að því er grein hans her með sér. Andstæðingur
hans telur landbúnaðinum að ýmsu leyti i óefni komið og gengislækkun
euSa lausn á núverandi vandræðaástandi í landinu — er með öðrum
°rðum á móti gengislækkun. Út af fyrir sig mundi gengislækkun i engu
hæta heildarhag þjóðarinnar. Ýms ])au atriði, sem greinir ])essar fjalla
um, eru nú einhver vandasömustu
viðfangsefni íslendinga og auk þess
að verða brennandi dagskrármál.
Þessvegna er þeim veitt meira rúm
hér en ætlunin var i fyrstu. Lesend-
anna er svo að gera upp viðskifta-
reikning þessarar rökræðu, athuga
hæði pro og conlra, meðrök og mót-
rök þessara orðaskifta. Athugasemdir
við þau, sem ætlaðar eru til birtingar
i Röddum, þurfa að vera stuttorðar
og gagnorðar, rúmsins vegna. Eng-
in hréf verða birt framvegis i Rödd-
um lengri en sem svari tveim Eim-
reiðarhlaðsiðum með smáletri. Þetta
var tilkynt í 1. hefti Eimreiðarinnar
þ. á. og er endurtekið liér.
Að svo mæltu er orðið laust.
Halldór Jónasson. Ritstj.