Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 100
eimreiðin
•I-1-! HRIKALEG ÖRLÖG
brynna þeim upp aftur og aftur. Það var eins og þeir ætluðu
að tæma brunninn áður en þeir yrðu teknir af lífi. En her-
mennirnir höfðu svo gaman af að fvlgjast með því, hversu
reglubundið og samvizkusamlega Gaspar Ruiz afgreiddi hvern
og einn, að þeir töldu ekki eftir sér að ná í vatnið.
Það varð heilmikill hvellur út af þessu atviki, þegar virkis-
foringinn kom út til okkar eftir miðdegis-blundinn. Verst var,
að hershöfðinginn kom alls ekki þenna dag til virkisins, eins
og við höfðum búist við.
Fangarnir voru fluttir á aftökustaðinn hálfri stundu fyrir
sólarlag. Engin vandræði hlutust af Gaspar Ruiz, eins og
liðþjálfinn hafði óttast. Það þurfti hvorki á riddara eða
slöngvivað að halda til þess að fjötra hann. Mér var sagt að
hann hefði gengið út óbundinn, jiótt allir hinir væru í fjötruin-
Ég sá það ekki, því ég var ekki viðstaddur. Ég hafði nefni-
lega verið settur í varðhald, vegna afskifta minna af varð-
mönnunum um daginn. 1 rökkrinu um kvöldið heyrði ég, Þar
sem ég sat sorgmæddur í svartholinu, að skotið var þrisvar
sinnum af mörgum byssum í hvert sinn, og' taldi eftir þa®
víst, að ég mundi aldrei sjá Gaspar Ruiz framar. Hann fól1
eins og hinir. Samt áttum við eftir að heyra hans getið, þó að
liðþjálfinn hefði grobbað af því að hafa höggvið hann í hnakk-
ann með sverði sínu, þar sem hann lá dauður eða deyjandi
á grúfu i kös félaga sinna. Liðþjálfinn sagðist hafa högg'’*®
hann, til þess að vera viss um að hafa losað heiminn við
hættulegan afbrotamann.
Fyrir ykkur, herrar mínir, skal ég játa það hreinskilnislega.
að ég hugsaði bæði með þakklæti og aðdáun til þessa jötuns-
Hann hafði beitt kröftum sínum á heiðarlegan hátt. í sál hans
var enginn sú mannvonzka, að svaraði til líkamskrafta hans.
V.
Gaspar Ruiz, sem hæglega gat beygt gildar járnslár fang'
elsisins í sundur, eins og væru þær fis, var ásamt hinum föng'
unum l'luttur út til aftökunnar. Hvert skeyti hefur sitt mark-
mið, og svo átti það einnig að vera hér. Orðskviðir eru oft hs1,
þó ekki eigi þeir altaf við, en stundum eru þeir líka blátt áfrain
heimskulegir, eins og rússneski málshátturinn: „Maðurinn