Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1936, Side 100

Eimreiðin - 01.10.1936, Side 100
eimreiðin •I-1-! HRIKALEG ÖRLÖG brynna þeim upp aftur og aftur. Það var eins og þeir ætluðu að tæma brunninn áður en þeir yrðu teknir af lífi. En her- mennirnir höfðu svo gaman af að fvlgjast með því, hversu reglubundið og samvizkusamlega Gaspar Ruiz afgreiddi hvern og einn, að þeir töldu ekki eftir sér að ná í vatnið. Það varð heilmikill hvellur út af þessu atviki, þegar virkis- foringinn kom út til okkar eftir miðdegis-blundinn. Verst var, að hershöfðinginn kom alls ekki þenna dag til virkisins, eins og við höfðum búist við. Fangarnir voru fluttir á aftökustaðinn hálfri stundu fyrir sólarlag. Engin vandræði hlutust af Gaspar Ruiz, eins og liðþjálfinn hafði óttast. Það þurfti hvorki á riddara eða slöngvivað að halda til þess að fjötra hann. Mér var sagt að hann hefði gengið út óbundinn, jiótt allir hinir væru í fjötruin- Ég sá það ekki, því ég var ekki viðstaddur. Ég hafði nefni- lega verið settur í varðhald, vegna afskifta minna af varð- mönnunum um daginn. 1 rökkrinu um kvöldið heyrði ég, Þar sem ég sat sorgmæddur í svartholinu, að skotið var þrisvar sinnum af mörgum byssum í hvert sinn, og' taldi eftir þa® víst, að ég mundi aldrei sjá Gaspar Ruiz framar. Hann fól1 eins og hinir. Samt áttum við eftir að heyra hans getið, þó að liðþjálfinn hefði grobbað af því að hafa höggvið hann í hnakk- ann með sverði sínu, þar sem hann lá dauður eða deyjandi á grúfu i kös félaga sinna. Liðþjálfinn sagðist hafa högg'’*® hann, til þess að vera viss um að hafa losað heiminn við hættulegan afbrotamann. Fyrir ykkur, herrar mínir, skal ég játa það hreinskilnislega. að ég hugsaði bæði með þakklæti og aðdáun til þessa jötuns- Hann hafði beitt kröftum sínum á heiðarlegan hátt. í sál hans var enginn sú mannvonzka, að svaraði til líkamskrafta hans. V. Gaspar Ruiz, sem hæglega gat beygt gildar járnslár fang' elsisins í sundur, eins og væru þær fis, var ásamt hinum föng' unum l'luttur út til aftökunnar. Hvert skeyti hefur sitt mark- mið, og svo átti það einnig að vera hér. Orðskviðir eru oft hs1, þó ekki eigi þeir altaf við, en stundum eru þeir líka blátt áfrain heimskulegir, eins og rússneski málshátturinn: „Maðurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.