Eimreiðin - 01.10.1936, Side 24
GRAXXKONAN MÍN FAGRA
EIMBEIÐIN
Skömmu et'tir að Nabin gafst upp fyrir rökum mínum geon
einlífi ekkna, herti hann upp hugann og bað ekkjunnar. Hun
var í fyrstu ófús á að játast honum. En með því að nota ser
orð mín og ummæli, sem ég hafði flutt af svo mikilli mælsku,
og með því að bæta við þau fáeinum tárum frá sjálfum ser,
vanst vígið að lokum til fullnustu. Nú stóð ekki á öðru en fe>
svo að forráðamaður ekkjunnar gæti búið hana undir gift-
inguna.
,,Þú getur fengið peninga hjá mér þegar í stað,“ sagði ég-
„Svo geturðu nærri, að það tekur mig nokkra mánuði að
sefa reiði föður míns svo, að hann fáist til að greiða mér nokk-
urn lífeyri. Og á hverju eigum við að lifa á meðan?“ sagð>
Nabin. Ég skrifaði þegar ávísun fyrir nægilegri fjárupphÆ®
og spurði svo að lokum: „Jæja, segðu mér nú, hver hún er.
Þú þarft ekki að óttast mig sem keppinaut, þvi ég sver þer’
að ég skuli ekki yrkja henni ljóð, og geri ég það, þá nllin
ég ekki senda þau til bróður hennar, heldur til þín.“
„Vertu ekki að þessari vitleysu," sagði Nabin. „Ég hef ekki
haldið nafni hennar leyndu af þvi, að ég hafi óttast þig se,n
keppinaut! Sannleikurinn er sá, að hún var mjög treg til
ráðast í þetta fáheyrða tiltæki og bað mig að minnast ekki a
það við vini mína. En þar sem alt er nú farsællega á enda
kljáð, máttu gjarnan vita hver hún er. Hún á heima í húsnnl
nr. 19, sem er næsta hús við þitt.
Ef hjarta mitt hefði verið stálketill, inundi það lia*‘‘
sprungið, en ég spurði samt blátt áfram: „Svo þú ert þá
um, að hún sjái ekki neitt athugavert við að giftast aitm ■
„Ekki eins og stendur,“ svaraði Nabin og brosti.
„Og voru það kvæðin eingöngu, sem urðu völd að þessun1
undraverðu skoðanaskiftum?“
„Jæja, sjáðu nú til, kvæðin mín voru hreint ekki svo slök>
eða fanst þér það?“
Ég formælti í hljóði. En hverjum var ég að formæla? H<nl
um? Mér? Eða forsjóninni?
Ég veit varla. En hvað um það, — ég formælti.
Sv. S. þýddi-