Eimreiðin - 01.10.1936, Side 60
404
OSKJUFERÐ SUMARIÐ 103«
BIMREIÐIN
1875, að lengi mun í minnum haft. Rigndi niður hnefastórum
vikurmolum austur á Jöltuldal, og varð lagið svo þykt, að
allur gróður kafnaði, og lögðust fjölmargar jarðir í eyði-
Barst þá hið smæsta af öskunni aila leið til Noregs og Sví-
þjóðar og jafnvel til Þýzkalands. Mörgum árum síðar sauð
og vall vikurleðjan í „Viti“ með orgi og óhljóðum, en hvítir
gufustrókar stigu hátt í loft upp. Nú var engan reyk að sjá
þangað; glóðirnar, sem undir kynda, teknar að kólna, a. m. k.
í hráð. Eftir gosið var aðeins lítið vatn í jarðfallinu, en mjög
heitt. Hækkaði það svo á næstu árum, því ekkert sýnilegt
afrensli hefur það — og kólnaði að sama skapi, svo nú er það
ekki heitara en önnur fjallavötn, nema ef til vill á stöku stað,
þar sem hverir eru í hotni þess.
Þar sem við erum, vestan við vatnið, eru bergtegundir,
vikur, möl og sandur saman elt og bakað í harða hellu, sem
svo er sundur tætt og rifin. Alstaðar hlasa við kynjamyndir,
jafnt í skuggalegum brotsárum jarðlaganna sem í turnum
hraunborganna. Hinir ótrúlegustu litir eru blandaðir saman,
gular brennisteinshellur kringum vellandi hveri, rauðbrúnn
líparitvikur og jafnvel Ijósgráir hrafntinnumolar. Alt er nakið
og hert. Tæplega að nokkursstaðar sjáist skóf á steini auk
heldur æðri gróður. Ein einasta, örlítil toppfluga sést á sveimi-
Hún er sú einasta lifandi vera, sem maður verður var við, er
ekki kemur okkur ferðalöngunum við. Eða kannske hún hafi
líka komið með okkur?
Þeir, sem léttir eru á fæti, sækja á brattann, og ganga a
Þorvaldstind. Eg verð eftir við annan mann og gæti hestanna
— einhverjir verða líka að gera það. Þeir eru búnir með hey-
tugguna og standa á hörðum vikurmelnum og hengja haus-
ana ólundarlega. Skamt frá þeim sezt ég á klett og teyga
með augunum hrikafegurð náttúrunnar. Reyni að raða þvl>
sem ég sé, sem kyrfilegast í hug minn, svo að ég geti gripið
til þess seinna. Alt í einu kveður við hrestur hár og svo mikiH>
að líkast er, sem alt ætli niður að keyra. Og svo hver af öðrum.
svo úr verður samfeldur hávaði, sem bergmálar og glymur
í fjöllunum. Stóreflis-skriða hefur losnað uppi undir brún a
Þorvaldstindi og steypist niður snarbratta fjallshlíðina, niðui'
í vatnið. Sandur og vikurdust þyrlast upp og felur sýn til