Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN
439
HRIKALÉG ÖRLÖG
alveg hættur útreiðum og öðrum ferðum utan garðs, að bjóða
liðsforingjum erlendra herskipa, sem í höfn komu, heim til
sín. Einkum hafði hann dálæti á Englendingum, enda voru
þeir gamlir vopnabræður hans. Enskir sjóliðar af öllum stigum
voru þvi tíðir gestir á heimili hans, því hann hafði þekt Coch-
rane lávarð og tekið þátt í umsátinni við Callao, undir stjórn
þessa dásamlega sjómanns. En frelsisbarátta sú er einhver
hin glæsilegasta úr hernaðarsögu Englendinga og lýsir með
frægðarljóma, sem aldrei fölnar. Santierra var góður tungu-
málamaður, og venja sú, sem þessi gamli einherji úr hópi
frelsishetjanna hafði — að strjúka langt og hvítt skeggið í
hvert sinn sem hann leitaði í huganum að frönsku eða ensku
orði, — gaf látbragði hans einkennilega makindalegan og jafn-
framt virðulegan hlæ.
III.
>,Já, hvað skal segja, vinir góðir!“ var orðatiltæki Santierra
við gesti sína. „Ég var aðeins seytján ára unglingur, hafði
enga lífsreynslu og átti föður mínum (guð veri sál hans náð-
ugur) 0g hans heiðri krýndu ættjarðarást alla mína upphefð
að þakka. Ég varð fyrir ógurlegri auðmýkingu, ekki svo mjög
Vegna óhlýðni undirmanns míns, því hann bar í raun og veru
hbyrgð á föngunum, heldur tók ég út mestar kvalirnar af því,
eg, sem ekki var annað en óharðnaður drengur, þorði blátt
hfrani ekki að fara til virkis-foringjans að sækja lykilinn. Ég
hafði einu sinni áður fengið að kenna á hvassyrðum hans og
skensi. Þetta var hrotti, sneyddur öllum góðum eiginleikum
Uema 1 jónshugrekki sínu. Hann sýndi mér fyrirlitningu og
andúð, hvenær sem hann kom því við, frá því ég fyrst gaf mig
ham við setuliðsherdeihl mína í virkinu. Það var ekki nema
vika síðan! Ég hefði treyst mér til að berjast við hann með
sverði. En köpurvrði hans og illkvitni í minn garð komu mér
1 vanda, svo ég forðaðist hann.
Ég man elcki til þess, að mér hafi nokkurntíma á æfinni
hðið eins illa. Ég hefði helzt óskað að liðþjálfinn og bjálfa-
iegir skotliðarnir, sem góndu á mig, hefðu allir verið stein-
'fauðir, og vesalingunum, sem ég þóttist með slettirekuskap
^nínum ætla að hjarga, óskaði ég þess sama, því ég gat ekki