Eimreiðin - 01.10.1936, Page 109
EIMBEIÐIN
borsteinn Þ. Þorsteinsson: VESTMENX. Útvarpserindi um landnám
tslcndinga í Vesturheimi. Reykjavik, 1935. 263 bls.
betta er eftirtektarvert rit, fyrsta heildaryfirlit um landnámssögu
s*endinga í Vesturlieimi. Ætti ])að ])ess vegna að verða mörgum kær-
^omið, ])vi að fjölþætt eru þau böndin, sem tengja saman íslendinga
austan hafs og vestan, og verður því þannig farið enn um langt skeið.
i ildrögum og tilgangi ritsins lýsir höfundurinn í formálsorðum sín-
um, og verður verk hans réttast metið í ljósi þeirra ummæla. Það „er að
miklu ieyti tekið saman haustið og veturinn 1934 og 1935, og tlutt i
tœpum hálftima erindum i Rikisútvarpinu í Reykjavik. — Þvi er ekki
^etlað annað né stærra hlutverk en að gefa örlítið heildar-utsýni yfir
tJrstu vesturfarir, fyrstu árin, fyrstu nýlendurnar og fyrstu umbrotin
t*l að verða menn með mönnum, til munns og handa, þótt á stöku stað
se huganum rent fram til síðustu ára.“
Formálinn ber því ennfremur vitni, að höfundurinn hafi dregið
f<ingin allvíða að og vandað til þeirra, þó ég sakni þar ýmsra heimilda,
sem heima-þjóðinni islenzku væru sérstaklega gagnlegar til fróðleiks og
le>ðbeiningar. Vil ég nefna þessi rit: Minningarrit 25 ára afmœlis Hins
eoangelisk-Iúterska kirkjufélags íslendinga i Vesturheimi, Winnipeg,
tllO; Minningarrit um séra Jón Bjarnason, Winnipeg, 1917; Þórstína
'tackson; Saga íslendinga i Noröur-Dakota, Winnipeg 1926, og Minning-
arrit um 50 ára landnám íslendinga i Noröur-Dakota, Winnipeg, 1929.
t stuttu ágripi sem þessu, um jafnmargþætt og víðtækt viðfangsefni,
er vitanlega farið fljótt yfir sögu, stiklað á höfuð-atriðum og helztu við-
hurðum, og þar af leiðandi mörgu slept, sem ýmsir mundu kjósa að
t*nna innan spjalda ritsins; á hinn bóginn er það jafnan álitamál. hvað
taka þer; meg Qg j)Verju sleppa, þegar svo liorfir við.
Höfundinum hefur þó óneitanlega tckist að færa í einn stað, i ekki
lengra máli, mikinn og gagnmerkan fróðleik um landnám íslendinga
Vestan hafs, lif þeirra og starf. Hann rekur að nokkru orsakir vestur-
teiða og sögu þeirra, segir frá landaleit og nýlendu-stofnun og verður
að vonum fjölorðastur um elztu og mannflestu nýlenduna, þó flestra
t**nna yngri og smærri sé að einhverju getið. Hann lýsir örðugleikum
landnámsáranna, trúmála- og félagslífi íslendinga i Vesturlieimi, í fáum